Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 125
Skírnir
Karon eða áhorfendur ,
123
honum, mun svíkja hann í hendur Oroitesar jarls, og mun
hann þá verða krossfestur, veslingurinn. Því einnig þetta
heyrði ég hana Klóþó segja.
KARON. Þetta líkar mér; Klóþó! blessuð gæðakonan,
brenndu þá duglega á báli, skerðu af þeim höfuðin og
krossfestu þá, svo þeir viti, að þeir eru menn. Og látum
þá hef ja sig hátt um stundar sakir, svo að fallið verði þeim
mun tilfinnanlegra sem þeir eru hærra komnir. En ég
mun hlæja, þegar þar að kemur og ég kannast við hvern
^þeirra um sig allsnakinn í ferjunni minni og ekkert haf-
andi með sér, hvorki purpuraskikkjuna, höfuðdjásnið né
gullega legubekkinn.
HERMES. Já, svona mun nú fara fyrir þessum mönn-
um. En sérðu mannmúginn, Karon! þá, sem sigla; þá, sem
heyja ófrið; þá, sem yrkja jörðina; þá, sem eiga í mála-
ferlum; þá, sem lána út peninga, og þá, sem eru á verð-
gangi ?
KARON. Ég sé einhvern ýmisleitan urmul, ég sé
lífið fullt af truflun og óróa, borgirnar þeirra eru áþekkar
býflugnabúum, þar sem hver og einn hefur sinn séreigin-
legan brodd og stingur nágranna sinn, en fáeinir eru eins
og geitungar og hrekja og hrjá þá, sem eru minni máttar.
En þessi sægur, sem sveimar utan um þá ósýnilegur, hvers
konar verur eru það?
HERMES. Það eru vonirnar, Karon! hræðslan og fá-
sinnan og lystisemdirnar, ágirnd, reiði og hatur og þvíum-
líkt, en úr þessum flokki heldur heimskan sig niðri við
jörðina, býr saman við þá og hefur borgrétt í ríkjum
þeirra, og sama er að segja um hatrið, reiðina, afbrýði-
semina, fáfræðina, úrræðaleysið og ágirndina. En óttinn
þar á móti og vonirnar fljúga hærra uppi, og fellur svo
óttinn yfir þá öðru hverju og gerir þá smeyka, lætur þá
meira að segja lúpa sig niður í angist; vonirnar hins vegar
svífa þeim yfir höfði, og þegar einhver hyggst helzt munu
geta fest hendur á þeim, þá takast þær á loft og fljúga
burt og láta þá standa eftir með gapandi munna, alveg
eins og þú sér, að fer fyrir honum Tantalos með vatnið