Skírnir - 01.01.1945, Page 126
124
Lúkíanos
Skírnir
þarna niður frá. — 0g ef þú beitir vel sjóninni, þá muntu
einnig sjá Örlagadísirnar þar efra, hversu þær spinna
yfir hvern einn á snælduna, og hangir þar við líf þeirra
allra í veikum þræði. Sérðu ekki, að það hangir niður yfir
hvern einstakan eins og kóngulóarvefur ofan úr snæld-
unni?
KARON. Ég sé allt eina mjög mjóa þræði, sem marg-
víslega eru flæktir hverjir við aðra.
HERMES. Það fer að líkindum, ferjukarl minn! því
það er áskapað, að einn verði drepinn af þessum, en ann-
ar af hinum, og að þessi muni erfa hinn, sem styttri hef-
ur þráðinn, og að hinn muni aftur erfa þennan. Því sú
er merking þráðaflækjunnar. Þú sér nú, í hve mjóum
þræði allir hanga, og þarna er einn hafinn í hæðirnar, svo*
hann svífur hátt uppi, en bráðum mun hann falla, þegar
þráðurinn fer í sundur, af því hann má ekki við þyngsl-
unum, og gerir þessi maður mikinn dynk, en aftur hinn
maðurinn þarna, sem er aðeins lítið lyftur frá jörðunni,
hann mun, enn þótt hann falli, liggja þar hávaðalaust,
svo að enda nágrannar hans heyra varla, er hann fellur.
KARON. Ofurhlægilegt er að tarna, Hermes!
HERMES. Já, Karon! Þú mundir víst aldrei geta fundið
orð til að lýsa því, hvað það er hlægilegt, einkum þegar
þess er gætt, hve fjarska mikið mennirnir leggja á sig og
verða þó að fara, þegar vonir þeirra eru upp á það hæsta,
burtsviptir af heiðurskempunni Dauðanum. Hann hefur
nú reyndar ærið marga sendisveina og þjóna, eins og þú
getur séð, svo sem kölduflog og hitaflog, megrusótt og
lungnabólgu, sverð, ræningja, eiturbikara, dómara og
harðstjóra, en samt kemur þeim ekkert af þessu til hugar,
meðan vel gengur, en þegar á móti blæs, þá er ekkert lát á
eymdarvæli þeirra, góli og harmatölum. Ef þeir þar á
móti þegar í upphafi hugsuðu eftir því, að bæði eru þeir
dauðlegir sjálfir og að þeir eftir skammvinna dvöl í heimi
þessum verða burt að hverfa eins og úr draumi og skilja
allt eftir hér ofanjarðar, þá mundu þeir bæði lifa skyn-
samlegar og hryggjast síður við andlátið. En nú vonast.