Skírnir - 01.01.1945, Síða 127
Skírnir
Karon eða áhorfendur
125
þeir eftir, að þeir muni ávallt fá að njóta hins nærver-
anda, og þegar svo þjónn Dauðans kemur að þeim, kallar
á þá og dregur þá burt með sér í böndum brunasóttar-
innar eða megrusóttarinnar, þá gremst þeim það, af því
að þeir bjuggust aldrei við, að þeir yrðu þaðan burt dregn-
ir. Eða hvað mundi hann gera, maðurinn þarna, sem er í
ákafa að byggja sér nýtt hús og rekur eftir verkmönn-
unum, ef hann yrði þess vís, að reyndar muni húsið verða
fullgert, en jafnskjótt og hann hefur komið því undir þak,
verði hann sjálfur að skilja við og eftirláta erfingjanum
húsið til yndis og eignar, og ekki svo mikið, að veslings
maðurinn hafi haldið þar eina máltíð. Eða hinn þarna,
sem gleðst yfir því, að kona hans hefur alið honum svein-
barn, og heldur þess vegna veizlu vinum sínum og gefur
syninum nafn sitt, ætlar þú hann mundi fagna fæðingu
hans, ef hann vissi, að það liggur fyrir honum að deyja
sjö ára gamall? En sú er orsökin, að hann hefur einungis
augun á hinum föðurnum þarna, sem á því láni að fagna,
að sonur hans hefur sem aflraunagarpur unnið sigurlaun
á olympsku leikhátíðinni, en tekur hins vegar ekki eftir
nábúa sínum, sem er að greftra son sinn, né heldur veit,
í hve veikum þræði líf hans eigin sonar hangir. Það sérðu,
hversu margir þeir eru, sem eiga í landamerkjaþrætum,
og svo þeir, sem eru að raka saman auðæfum, en þó fer
svo, að áður en þeir fá þeirra notið, verða þeir burt kall-
aðir af þeim sendiboðum og þjónum Dauðans, er ég áður
nefndi.
KARON. Allt þetta sé ég og hugsa með sjálfum mér,
hvað það muni vera, sem gerir þeim lífið svo ánægjulegt,
eða hvað þeim þykir svo sárt að missa. Nokkuð er það, að
ef litið er á konunga þeirra, sem þykja vera allra manna
farsælastir, þá mun — að því alveg slepptu, hvað ham-
ingjan er óstöðug og hverful — svo reynast, að meira sé
af stríðu en blíðu í kjörum þeirra, bæði hræðsla og óró-
semi, hatur og fyrirsátir, reiði og smjaður, því þetta fylgir
þeim öllum. Ég sleppi því að minnast á sorgir, sjúkdóma
og þjáningar, sem auðvitað ríkja yfir þeim eins og öðr-