Skírnir - 01.01.1945, Side 130
128
Lúkíanos
Skírnir
ana og smyrja þá utan? Og hvað á það að þýða, að þarna
hafa aðrir hlaðið bál fyrir framan haugana og grafið hjá
grafir og brenna nú dýrindis rétti á eldunum og hella víni
og hunangsmjólk í grafirnar, að því er sýnist?
HERMES. Já, ferjukarl minn! ekki veit ég, hvaða gagn
er í þessu fyrir þá, sem eru í Hadesarheimi, en víst er
það, að þeir hafa þá trú, að sálir hinna framliðnu komi
upp neðan úr undirheimum og sumpart eti, eftir því sem
þeim er unnt, er þær flögra kringum fórnargufuna og
reykinn, sumpart drekki hunangsgufuna úr gröfunum.
KARON. Mikil ósköp! Þeir ættu þá að eta og drekka
enn, þó hauskúpur þeirra séu orðnar skraufþurrar! En
það er satt, það væri hlægilegt af mér að vera að fræða
þig um þetta, sem dags daglega fer niður með þá til undir-
heima. Þú veizt það sjálfur, hvort þeir mundu geta kom-
izt upp aftur, úr því þeir einu sinni eru komnir neðan
jarðar. Það væri þá sannarlega hlægileg sýslun fyrir þig,
Hermes! og ekki smáræðis umstang, ef þú ættir ekki að-
eins að fara með þá niður í undirheima, heldur einnig upp
aftur til þess að drekka. Ó, þau flón! hvílík fásinna, að
þeir skuli ekki vita, hver feikna munur er á kjörum dauðra
og lifenda og hvernig til hagar þar niður frá hjá okkur
og að
Jafnt er hinn jarðaði dauður, sem hinn, er greftrun
ei hlýtur;
írus við Aganemnon, þann þjóðjöfur, jafn er í helju,
Jafnsnjall er Þersítes þar sem Þetisar hárprúði sonur;
Allir manngreinar án eru afllausar aumlegar vofur,
Vafrandi naktar og visnar á dauflegu „asfodels“ engi.
HERMES. Herakles komi til! skárri er það nú austur-
inn úr Hómer, sem þú kemur með. En fyrst þú minntir
mig á það, þá skal ég sýna þér hauginn hans Akkilesar.
Sérðu hann þarna við hafið? Þarna er Sigeion í Tróju-
landi, og andspænis hinumegin er Ajant jarðaður í Rhoi-
teion.
KARON. Ekki eru þær grafir ýkja stórar, Hermes! En
sýndu mér borgirnar frægu, sem við heyrum talað um þar