Skírnir - 01.01.1945, Side 133
Eyjólfur Guðmundsson
Barnslund
Brot úr endurminningum.
Þá hef ég líklega verið tveggja ára, er ég man fyrst
eftir mér, það er þó óljóst, en ég var tekinn úr rúminu frá
mömmu minni og borinn til ömmu. Amma hafðist við í
Norðurherbergi, sem kallað var. Hún brá mér undir skinn-
feldinn sinn, og ég orgaði þar svo lengi sem ég man. Hvað
lengi þetta varaði, er óljóst, en þegar ég kom aftur til
mömmu, var svolítill krakki þar, allur vafinn reifum.
Nú hefur þetta hlotið að vera Ólöf systir mín, en hún
er fædd í desember 1872. Ég var ekki látinn í rúmið mitt,
heldur í rúmið hjá systrum mínum, Ingveldi og Steinunni,
sem sváfu saman. Sagt er mér, að svo vært vöggubarn
sem ég var hefði varla þekkzt, en eftir þetta orðið mesti
óþekktarangi. Og vanalega hefði orðið að svæfa mig ofan
í „mömmurúm" og bera svo sofandi til systur minnar.
Þegar svo vit og áræði óx og ég vaknaði fyrir ofan Ingu
systur, skreiddist ég framúr og til mömmu. Þetta gekk
svo um sinn, og fundust ekki nein ráð við nema að hóta
mér henni Grýlu. Hef ég þá hlotið að vera svo viti borinn
að skilja það, líklega þriggja ára eða svo. Árni bróðir hélt
á mér og hossaði mér á hné sér og sagði mér eitthvað
skrýtið, og sofnaði ég út frá því. Um nóttina — þetta var
um vor — vakna ég fyrir ofan Ingu systur og ætla sem
áður að læðast burt til mömmu, verður þá litið til stiga-
gatsins og sé, hvar Grýla liggur hálf upp á pallsbrúnina
Brá mér svo við að sjá Grýlu, að samstundis var ég aftur
kominn upp í hornið hjá Ingu og bældi mig undir yfir-
sængina. Ekki rann mér dúr á auga lengi vel, en lá í löðr-
9*