Skírnir - 01.01.1945, Side 135
Skímir
Bamslund
133
svo á reiðhestinn. Um jólaleyti bar svo til, að drengur
austan úr Mýrdal, á aldur við mig, dvaldi nokkrar nætur
með móður sinni í Eyjarhólum. Hann var stórhrifinn af
mussunni minni, en ógjarnan vildi ég lána hana. — Þeg-
ar drengurinn fór, hvarf blússan mín, og sá ég hana
ekki síðan. Þetta var mér nokkur harmur og var aldrei
gefið um drengi þá, sem voru að koma, því að mussu-
hvarfið hlaut að vera í sambandi við þennan dreng.
Brátt vöktu eftirtekt mína folöldin, sem eltu heylest-
irnar á sumrin. Og þau voru svo spök, að mamma setti
mig stundum á bakið einhvers þeirra. — Gömlu-Rauðku
fylgdi glóföxótt hestfolald. Það var svo latt að fylgja, að
vanalega beið það heima í túni, meðan á heyferðinni stóð,
en hljóp undir Rauðku og saug, þegar heylestin stanzaði
í Leynigarðinum. Við þetta folald átti ég marga leiki. I
kuldaveðri og krapabyl um veturnætur hafði Rauðka ver-
ið uppi í heygarði nágrannans og leitað sér skjóls og
máske bjargræðis. Litli Glói fór þar svo ógætilega, að
hann lenti í heygeil og lærbrotnaði. Var það einhver minn
sárasti harmur, þegar hann varð að láta líf sitt. En Gamla-
Rauðka var með glóföxóttum hesti öll sumur, sem ég man
eftir henni. Hún hafði þó einhvern tíma átt jarpt merfol-
ald — og var það uppkomin skepna, þegar ég man fyrst
eftir — Irpa hét hún og var svo þolin til áburðar, að fáir
gripir jöfnuðust við hana, en hún átti ekki folöld. Aftur
var hver stólpagripur öðrum meiri undan Gömlu-Rauðku
og seldir margir á markað. . . .
Þegar gestir voru og sátu í stofunni, mátti ég eða við
börnin ekki vera þar inni. Elti ég þá oft mömmu að stofu-
dyrunum, er hún þar inn góðgerðir, og reyndi svo að
kíkja inn um skráargatið. Þegar einhver komst að þessu,
var ég tekinn og borinn upp á loft, og kostaði það einatt
nokkuð. Reyndist þá löngum bezt að loka mig inni hjá
ömmu.
Eflaust var ég mjög ungur, þegar farið var með mig
í stekkinn. Þetta var eitt kvöld í góðu veðri. Allir fóru,
sem gátu heiman komizt. Ýmist var ég borinn eða dreg-