Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 136
134
Eyjólfur GuÓmundsson
Skírnir
inn. Ekki fannst mér neitt um lætin í ánum, jarmið og
rásdeildina í þeim. Litlu lömbin mátti ég sjá, en helzt ekki
snerta þau. En á Stekkjarleitinu var krökkt af hrap-
grjóti, og víða höfðu strákar hrófað sér þar upp smá-
byrgjum. Mér varð eigrað þangað og bjó um mig í einu
litlu og laglegu byrgi. Tíminn leið, og ég vissi ekki fyrr
en mér var ónotalega kippt upp —. Ég hafði horfið frá
réttinni og enginn veitt eftirtekt, hvert strákur labbaði.
Svo sást yfir að leita 1 byrginu, þar sem ég svaf rólega —
fyrr en eftir nokkra vafninga.
Amma sagði mér þá sögu af dreng, sem labbaði í óleyfi
frá fólkinu, meðan það borðaði miðdagsmat sinn úti á
engjum. Kom þá örn og hremmdi drenginn, flaug með
hann upp í há-hamra í hreiðrið til unga sinna. Það var
mesta mildi, að arnarungarnir voru ekki búnir að meiða
hann, þegar faðir hans gat klifrazt eftir honum. — Aðra
sögu um dreng, sem örn flutti í hreiður sitt, sagði amma
þá: Drengurinn lá undir arnarvængjum með ungunum og
neytti þess, er örninn bar í hreiðrið. Loksins náðist hann
og saknaði þá arnarhlýjunnar í kulda baðstofunnar, undir
snoðnum brekánslepp. Kvað hann þá vísu þessa:
Kalt er mér löngum,
kúri eg einn í sæng;
værara var mér
undir mínum arnar væng.
Hann hafði saknað arnarins og vildi komast aftur til
hans.
Það var víst nokkru síðar, að vori til, þegar fýllinn
söng af ánægju og renndi sér í svigum meðfram há-hömr-
um Péturseyjar, að allt í einu heyrist hvinur í lofti. Allur
fýlagrúinn svo sem sópast út frá hömrunum, þegjandi og
hraðfleygur, beint til hafs — þar var þá kominn örn. Eins
og svartur skuggi líður þessi vængjabreiða óvætt með-
fram berginu, svo sem aðgætin og asalaust, en af ótta
flúði allur fýllinn og lét eftir ungana í bælum sínum. Þeg-
ar örninn hvarf, safnaðist fýllinn bráðlega aftur að bæl-