Skírnir - 01.01.1945, Page 138
136
Eyjólfur Guðmundsson
Skímir
miklum hnút, og augabrúnir stórar og loðnar, svo féllu
niður á augnalokin. Málrómurinn var harður og hár, orða-
val fágæft og hnitmiðað. Ég hékk í mömrnu, er hún bar
inn kaffið til gestsins, og var volandi, vegna þess að flís
hafði rekizt í fingurinn á mér. Þá rís Jón upp úr sæti og
heilsar mömmu, og fannst mér um, hvað hún sýndist lítil
móts við þennan risa. Ekki hræddist ég Jón, og sýndist
mér blíða vera í augnatilliti hans, enda víkur hann strax
að mér og spyr, hvers vegna ég sé að vola. Ég hélt um
veika puttann og svaraði engu, en mamma sagði það væru
keipar þetta í drengnum. Hóf Jón þá upp hina miklu
rödd, svo nötraði stofuþilið: „Það bregzt mér ekki, að
eitthvað gengur að honum,“ sagði hann. „Komdu til mín,
stúfurinn þinnl“ — Skoðar hann fingurinn og leitar í
vösum sínum, en segir svo: „Mig vantar gleraugu, þeim
hef ég gleymt heima. Fáið þið mér gleraugu.“ Hendi minni
hélt hann fastri, og fór mér að lítast illa á þetta. I stofu-
glugganum lágu blá gleraugu, sem faðir minn notaði, þeg-
ar snjóbjart var. Þessi gleraugu tekur mamma og réttir
Jóni. Þegar hann hefur hagrætt þeim á sínu stóra nefi,
ber hann fingurinn á mér upp að skoða hann, en jafn-
skjótt ýtir hann mér frá sér og þrífur gleraugun af nef-
inu og kastar þeim út á stofuborðið, en hrópar, svo að
glumdi í öllu: „Já, fari það bölvað, þessi gleraugu henta
mér ekki!“ Sá ég, hvað mamma og pabbi höfðu gaman
af þessu. En Jón dró þó flísina út og setti mig á kné sér.
Sat hann lengi dags, og eru mér minnistæðar þreknu herð-
ar hans, þegar hann gekk út úr bæjardyrum og fyllti nær
út í þær.
„Faðirvor“ lærði ég fyrst af öllu, þá „signinguna“, og
var sjálfsagt að byrja hvern dag með þessum formálum,
„Faðirvor“ áður en ég var klæddur, og „signinguna“,
er ég kom fyrst út úr bæjardyrunum. Þá brást heldur
ekki að lesa þetta, áður en lagzt var til svefns að kvöldi
dags. Smám saman lærði ég fleiri bænir og bænavers,
helzt úr Passíusálmunum. Festust bsénirnar mér fljótt í