Skírnir - 01.01.1945, Side 139
Skírnir
Bamslund
137
minni, og hafði ég gott lag á því að taka til þeirra í vissri
röð og reglu. — Á bæjarhólnum í Eyjarhólum var fiski-
gerði, og átti ég þar leikföng, hús og búfé; systkini mín
bjuggu þar líka sínum búum, og var stundum ágreining-
ur um sauðféð (kögglana), þegar smalað var í hús, —
sem vænta mátti vantaði mig stundum uppáhaldsgripi.
En í huganum notaði ég þetta sama fiskigerði til þess að
geyma í því bænir mínar. Hverju einu bænarversi ráð-
stafaði ég á vissum stað í gerðinu, og fór svo eftir röð-
inni, þegar ég þurfti að lesa þau. Þannig voru allar bæn-
irnar vísar í gerðinu, hver á sínum stað. Mamma dáðist
að því, hvað fljótur ég var að læra og mundi vel, en ekki
sagði ég henni af „þankasvæði“ mínu eða hvernig ég rað-
aði þar því, sem mér var kennt.
Séra Oddgeir gaf mér upphafsstafi til að skrifa eftir,
og í gamalli reikningsbók lærði ég minni margföldunar-
töfluna. Amma mín, Ingveldur, var lagin á að lána mér
bækur og láta mig læra í þeim, en hún var blind. Stund-
um horfði ég lengi beint í augu ömmu og fannst mjög um,
að þau væru bæði lokuð, sem óprýddi andlit hennar mikið.
Spurði ég hana um orsakir þessa, en hún vék lengi af sér
að svara því, en sagði ég skyldi vel gæta skæru augnanna
minna, horfa ekki í ljósið né sólina og þakka Guði fyrir
þessa blessuðu gjöf. — Oft lagði amma gömlu biblíuna
sína á borðið og lét mig opna spennslin, fletta upp fyrstu
opnu og nefna stafina. Leit þá Sólveig frænka eftir því,
hvar ég byrjaði. Þannig þekkti ég alla gotneska stafi fyrr
en latínustílinn. Vildi ég svo helzt alltaf vera að bjástra
í bókum, en flestar heimilisbækur voru teknar af mér,
nema stafrófskver og margþvælt lærdómskver, sem syst-
kini mín höfðu átt og lært hvert eftir annað.
Fyrsta ártal, er ég man, var 1880. Var þá allvel læs á
almennt letur, en betur þó á gamlan stíl, því að óspart
fékk ég að reyna kunnáttu mína í gömlu bókunum: Hall-
grímskveri, Flokkabók, Miðvikudagsprédikunum og Biblí-
unni — þar lærði ég aðallegast lestur og var sólginn í
sögur þar nokkrar, helzt um Daníel, Davíð og Golíat,