Skírnir - 01.01.1945, Side 141
Skírnir
Bamslund
139
Þegar riðið var gegnum Helluskarð og yfir Prestapoll,
blöstu Ytri-Sólheimar við, löng bæjarrönd, með smá-stafn-
þiljum og bjórum; fyrir miðju og niður frá bæjarrönd-
inni var Sólheimakirkja — timburhús svart með hvítum
gluggum og krossi á vesturburst. Svo var talið, að 22 hús
væru í Ytri-Sólheimabæjarrönd, sem þá var óslitin. Læk-
ur tær rann milli bæjanna og kirkjunnar, og var byggð
steinbrú yfir hann bogadregin úr vel höggnum sandsteini,
en nokkru ofar var stífla í læknum og lítill silfurtær foss;
þar var tekið drykkjarvatn og þveginn fatnaður. Fossinn
litli og brúin vöktu hjá mér löngun til að byggja í læn-
unni heima bæði foss og brú, en það varð aldrei í lagi og
litlu þakkað.
Eftir messu var Eyjarhólahjónunum boðið kaffi hjá
Vigfúsi bónda Þórarinssyni, og fylgdum við börnin með.
Baðstofa Vigfúsar var rúmgóð og hreinleg. Afþiljað var
þar gestaherbergi í suðurstafni, og stór mahoníkista stóð
þar annars vegar, en uppbúið rúm hins vegar; borð fyrir
stafni og sæti á kofortum og lágum stólum. Þegar fólkið
settist að kaffiborðinu, opnaði Vigfús kistu sína hina
stóru og tók upp bréfböggul með rúsínum, sem hann rétti
mér; það var mikið hnossgæti, og kynntist ég síðar kistu
þessari að mörgu notalegu. Vigfús átti dreng á aldur við
mig, sem hann kallaði „Mola“. Drengurinn hét Friðrik,
og urðum við samrýmdir — Moli var síðar dugnaðarbóndi
og giftist Þórunni Oddsdóttur; þau bjuggu á Rauðhálsi. —
Vigfús var bólusetjari og ferðaðist um sóknina til þess.
Var þá „Moli“ í för með honum, og dró Vigfús úr drengn-
um bóluefni, sem hann svo setti í aðra.
Komið var við í Sólheimakoti. Þar bjó föðurbróðir
minn Guðmundur og Geirdís kona hans. Húsakynni þar
voru lág og ljót, svo að ekki voru önnur lakari talin. Mold-
argólf í baðstofunni, sem allt óð út í óhreinlæti. Þau hjón-
in voru bæði með brjóstuppgang, þó einkum Geirdís. Óð
svo á Geirdísi, að enginn annar kom að orði. Þegar Guð-
mundur vildi taka fram í fyrir henni, sagði hún: „Þeg-
iðu, Guðmundur, og lofaðu mér að tala; þú ferð um allt,