Skírnir - 01.01.1945, Side 144
Eyj'ólfur Guðmundsson
Skímir
14íí
aðfinningalaust. Hnykillinn skyldi vera fallega undinn,
með föstum „eikum“ (aðrir sögðu ,,reikum“), annars var
hann kallaður geitnahnoða.
Úti við skemmti ég mér bezt við læki, veita þeim í nýja
farvegi og láta vatnið brjóta bakka og stíflur. Barðist ég
svo herkjulega við strauminn, að oft kastaði ég öllum föt-
um nema skyrtunni. Þetta var átalið, og skóflu mátti ég
ekki hafa. Oft var hún tekin af mér og sagt, þetta væri
ljóti hvolpaburðurinn. Notaði ég þá stundum stafprik eða
árarblaðsbrot, og stundum bara hellublað.
Ég var farinn að læra kverið 10 ára gamall og skrifaði
ártalið 1880 á það, en mér fannst það falleg tala. Ekki
rúmaðist kverið í „hugargerði“ mínu, heldur raðaði ég
boðorðunum, greinum og bænum víðsvegar um Eyjarhóla-
tún. Og fyndi ég ekki hvers eins stað þar, þegar mér var
hlýtt yfir, fipaðist mér. Það sagði fólkið, að strákur þessi
væri flugnæmur, en mamma bjóst við hann yrði of fljót-
fær. Ekki gerði ég mér grein þess, hvað hún meinti með
því.
Þegar Helgakver kom, lagði ég frá mér „Pönta“, en
lærði það og fannst skemmtilegt allt að siðalærdómnum,
og fór svo, að aldrei kunni ég til hlítar 16., 17. og 18. kafl-
ann, en gat svarað út úr þeim, svo að ekki var átalið.
Við baðstofuglugga í Eyjarhólum blasti Dyrhólaey með
opnum dyrum og drangarnir hjá henni. Smám saman
skýrðist útsýnið, yfir Hvolseyjar, rústir og hæðir þar, til
Dyrhólaeyjar í fjarska. Sólveig kenndi mér vísur um Dyr-
hólaey. En hún sagði líka frá Urðarbola, sem þar bjó. At-
gangur þess óvættar, öskur og hlaup drógu mjög úr löng-
un minni til að koma á Dyrhólaey. Margar hugmyndir átti
ég um þetta. Svo fékk ég að lafa í pilsinu hennar mömmu
eitt sinn, er hún brá sér „heim að Ey“ til Þórunnar syst-
ur. Víkkaði þá mjög útsýni austur á bóginn. Geitafjall og
Búrfell voru 1 austri, og sjálf Péturseyjan, brekkur og
hamrar, öðruvísi en í Eyjarhólum. Eyjarhóll breytti svip
og varð hálf-illilegur, að mér sýndist. Túnin stór og lang-