Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 145
Skímir
Barnslund
14í
ar traðir. Enginn lækur, en stórar forir, sem mér þóttu
ljótar. Allt önnur lykt var þar í bæjunum heldur en heima
og margt sérkennilegt. Þar voru logagylltar könnur og
skrautlegir diskar. Rittið í vefstaðnum var með glansandi
gylltum tönnum (eirteint). Enginn stigi var í baðstofuna
og stofan annars vegar frá dyrum en baðstofan. Ekki vék
ég langt frá mömmu, því feiminn var ég við fullorðna
fólkið, og kæmi maður út úr bæjardyrum, söfnuðust hund-
ar að, sem létu ófriðlega og læddust eftir til að glefsa í
hælinn.
Nokkru síðar var ég sendur einn til Þórunnar systur að
sækja höföld, sem voru lánuð þaðan. Hef þá máske verið
6—7 ára. Var þá í Pétursey vinnumaður Oddur Jónsson
frá Bakka í Landeyjum, stór maður og fríður, að mér
þótti. Hann trúlofaðist Steinunni, elztu dóttur þeirra Sig-
urðar Eyjólfssonar og Þórunnar í Pétursey. En Steinunn
var afbragð kvenna. Hún var líka svo barngóð.
Þegar ég kom heim á hlaðið í Pétursey, heyrist mér
einhver vera að skrækja eða gaula ámáttlega, verður svo
á að bíða og athuga, hvað þetta geti verið. En þó þessu
linni um augnablik, hefst það aftur og æ hærra. Þori ég
nú ekki inn í bæinn og ekki heldur að berja á dyr, eins og
mér var skipað, stend svo í ráðaleysi, þegar litli Sigurður,
bóndinn í norðurbænum, sér mig og kemur til hjálpar.
„He,“ sagði Sigurður, „hvað ertu að standa hér, dreng-
ur?“ Ég sagðist eiga að sækja höföld í suðurbæinn, en
þori ekki lengra, því þar heyrist svo mikil hljóð. Litli Sig-
urður hló og fylgdi mér þar að bæjardyrunum. Og brátt
var mér sýndur kistill, sem Oddur dró sundur og saman;
hljóðin komu úr honum: í fyrsta sinn kynntist ég þá
harmoniku. Allir voru kímilegir yfir þessu hugrekki mínu,
og vildi Oddur láta mig heyra betur í harmonikunni, en
Steinunn bað hann gera það ekki, og laðaði það mig að
henni. Þórunn systir gaf mér bita í lófann og fylgdi til
dyra — og heyrði ég hátt gjalla í harmonikunni, er ég
skrapp fyrir bæjaröðina. Að þessu var mikið hlegið síð-
an. Ég hélt, að þessi hljóð væru í Urðarbola. — Ófús var