Skírnir - 01.01.1945, Page 148
146
Þorkell Þorkelsson
Skímir
fróða og á því, að elzta tímatalið hér á landi var misseristal
án sumarauka. Tvö misseri voru sama sem ár, sem hafði 52
vikur eða 364 daga, en þetta ár var þá í rauninni næstum
1 Vé degi of stutt. Eftir 4 ár var sumarkoman orðin 5 dög-
um fyrr miðað við gamla stíl, en hann er hins vegar svo
nærri réttu lagi, að ekki munar fullum degi á 100 árum.
Með Úlfljótslögum mun misseristalið hafa verið lög-
tekið hér, en eftir 24 ár var skekkjan, af því að 2 misseri
voru eigi jafnlöng ári, orðin 30 dagar, og eftir 28 ár hefur
þessi skekkja verið orðin 35 dagar. En eitthvað 25—28
árum eftir að Úlfljótslög voru samþykkt, finnur Þorsteinn
surtur sumaraukann.
Auðvitað hefur mönnum verið orðið Ijóst miklu fyrr,
að eitthvað var bogið við þetta, en ekki er það jafnvíst,
að menn hafi séð, hvað var að. Það, sem menn hafa sér-
staklega getað orðið varir við, er eitthvað af þessu þrennu:
1. Að sólargangurinn á ýmsum merkisdögum misseris-
talsins varð annar, er árin liðu. 2. Að veðráttufarið breytt-
ist. 3. Að þeir, sem utanlands fóru, hafi orðið þess
áskynja, að misseristalið færðist til, samanborið við er-
lent tímatal. Vegna þess, að frásögn Ara gefur ekkert til-
efni til að álíta, að erlendra áhrifa hafi gætt, er misseris-
talið var lagfært af Þorsteini surt, verður sleppt að at-
huga 3. atriðið hér frekara.
Ýmsir hafa vafalaust tekið eftir breytingum á sólar-
gangi samanborið við misseristalið, en mjög er óvíst,
hverja merkingu þeir hafa lagt í það, enda líklegt, að
menn hafi eigi allir verið sammála um eldri athuganir
sínar, því að sumt af slíku getur hæglega ruglazt í minni
manna. Ég hef t. d. orðið þess var, að 2 menn, sem gamlir
urðu, en nú eru dánir fyrir nokkrum árum. héldu því
fram, að sólargangurinn á æskustöðvum þeirra hefði
breytzt frá því, er þeir voru ungir; vissu þeir hvorugur
um skoðanir hins. Annar var norður í Skagafirði, en hinn
af Vestfjörðum. Ekki gat verið um skakkt tímatal eða
raunverulega breytingu á sólarganginum að ræða, en hugs-
anlegt var, að breyting hefði orðið á þeim fjöllum, sem