Skírnir - 01.01.1945, Page 149
Skírnir
Sumarauki
147
athuganir þessar voru bundnar við. Þetta hefur eigi verið
rannsakað nánara, en ósennilegt, að svo mikil brögð hafi
verið að því, að sjónarmunur yrði á skini sólar. Á skóla-
árum mínum hélt einnig öldruð kona í Reykjavík því fast
fram, þrátt fyrir mótmæli mín, að í æsku sinni hefði verið
bjartara á vorin en þá. Hefði hún t. d. getað lesið á bók
um miðnættið á sumarmálum, en það væri ekki hægt
lengur.
Það hefur því aðallega verið 2. atriðið, sem sé breyt-
ingin á veðurlaginu gagnvart misseristalinu, sem hefur
verið áberandi og jafnvel orðið að knýjandi nauðsyn til
að gera gagnráðstafanir. í greininni „Alþingi árið 955“
í Skírni árið 1930 hef ég látið þess getið, að menn hafi
reynt að ráða bót á þessu, annaðhvort með því að bæta
einum eða tveim vikum við tvö misseri, þá er færslan á
sumarkomunni var orðin svo mikil, að eigi var unnt að
framkvæma án mikilla óþæginda þau störf, sem lagalega
voru bundin við vissa tíma í misseristalinu, svo sem setn-
ing Alþingis, vorþinga, fardaga o. fl., eða menn hafi, eftir
því sem þörf gerðist, flutt Alþingi og önnur störf bundin
við misseristalið um eina eða tvær vikur í einu í viknatali
misseristalsins, en látið misseristalið sjálft haldast óbreytt,
og hefur þá sumar komið fyrr og fyrr, miðað við rétt
tímatal og gamla stíl. Ég færði þá ýmis rök að því, að
þessi síðari leið hafi verið farin.
Þótt undarlegt megi virðast, minnist E. A. ekkert á
þessa leið, en svo virðist helzt, að hann bindi sig við fyrri
leiðina, en það, sem hann segir, er svo mótsagnakennt, að
líklegt er, að málið hafi eigi legið Ijóst fyrir honum. Hann
segir: „Geta mætti þess til, að menn hafi við og við leið-
rétt skekkjuna með því að sleppa úr vikum, líkt og virð-
ist hafa verið gert 999. Tillaga Þorsteins surts hefði þá
átt að fela í sér þá breytingu, að reglulega skyldi auka
viku sjöunda hvert ár í stað þess, að áður hefði að vísu
verið við og við aukið viknatal ársins, en ekki eftir fastri
reglu“ (bls. 96 neðarlega). Síðari hlutinn getur staðizt út
af fyrir s\g og er þá í samræmi við fyrri leiðina, sem ég
10*