Skírnir - 01.01.1945, Side 150
148
Þorkell Þorkelsson
Skírnir
áður gat um, en orðin „að sleppa úr vikum“ ganga alveg
í þveröfuga átt. En þau koma hins vegar heim við það,
sem stendur ofarlega á næstu blaðsíðu: „Líklega hafa
menn þá sleppt viku, kallað fimmtudaginn í 10. viku sum-
ars fimmtudaginn í 11. viku, eins og ákveðið var 1700 að
kalla 13. nóvember 28. nóvember.“ Leiðrétta þarf hér:
13. nóv. á að vera 17. nóv. Samanburðurinn við 1700 er
annars harla óheppilegur, þá var verið að leiðrétta skekkju
við gamla stíl, í honum voru árin heldur of löng, og sú
skekkja, sem safnazt hafði fyrir, var réttilega leiðrétt
með því að sleppa úr nokkrum dögum. Hins vegar voru ár
misseristalsins of stutt, og með því að sleppa úr viku hefði
illt aðeins verið gert verra, skekkjan aukin um 7 daga.
Það er og heldur eigi rétt, sem höfundurinn segir um
færsluna á Alþingi, sem lögleidd var 999. Frásögn Ara
fróða um þetta er svo skýr, að varla verður um það villzt,
hvað gert hefur verið. Hann ritar: „Þá vas þat mællt et
næsta sumar áþr í lögom, at menn scylldi suá coma til al-
þingis, es .x. vicor væri af sumri, en þangat til qupmu
menn vico fyrr."1) Það virðist greinilegt, að með þessu
sé Ari að skýra frá því, að fyrir þann tíma hafi menn
komið til Alþingis, er 9 vikur voru af sumri, en engin
breyting hafi í það sinn verið gerð á misseristalinu eða
viknatali þess, ekki bætt við viku og því síður felld niður
vika úr því. Það er ástæða til að rifja upp þennan atburð
frá 999, ekki eingöngu vegna þess ruglings, sem rit E. A.
hefur hér komið til leiðar, heldur miklu fremur vegna þess,
að þessi alþingissamþykkt er góð vísbending um það, á
hvern hátt Alþingi var á þeim tímum vant að bæta úr
tímatalsskekkjunum. Það flutti Alþingi lengra aftur á
sumarið. Sumarauki Þorsteins surts var mikil bót, en
samt vantaði ennþá % úr degi til að 2 misseri væru jafn-
löng einu ári í gamla stíl. Sumarið 999 voru liðin 40 ár
eða vel það frá því, er sumaraukinn var í lög leiddur. Á
þessum árum safnaðist tímaskekkjan saman og var orðin
1) íslendingabók 7.