Skírnir - 01.01.1945, Síða 151
Skírnir
Sumarauki
149
10 dagar. Það var komið í sama horfið og fyrir sumar-
aukann, misræmið milli tíðarfars og sólargangs annars
vegar og misseristalsins hins vegar var orðið svo mikið,
að Alþingishald og aðrar athafnir, sem lögákveðnar voru
í sambandi við misseristalið, voru naumast framkvæman-
legar vegna veðurfarsins.
Lang-eðlilegast er að ætla, að þá hafi verið gripið til
sömu ráðstafana og gerðar voru, þegar líkt stóð á áður
en sumaraukinn var fundinn. Frásögn Ara fróða sýnir nú
svo ljóslega, að eigi verður um villzt, að það úrræði var
tekið að flytja Alþingi lengra aftur á sumarið. Og vafa-
laust hafa önnur þinghöld, fardagar og fleira, ef til vill,
verið flutt á sama veg.
Eins og allir menn sjá, er þetta veigamikil ástæða fyrir
þeirri skoðun, að vikum hafi ekki verið bætt inn í miss-
eristalið, fyrr en sumarauki Þorsteins surts var lögleidd-
ur. Hitt, að vikum hafi verið sleppt úr, kemur ekki til
mála, eins og áður hefur verið sagt, því að það hefði að-
eins orðið til þess að gera skekkjuna meiri. En það eru
margar aðrar ástæður, sem styðja þá skoðun, að fardag-
ar, Alþingi og fleira hafi verið flutt fjær sumarmálum,
vegna þess að sumar munaði til vors, svo að notuð séu orð
Ara fróða, í hinu elzta misseristali. Þar sem ég hef í fyrri
ritgerðum mínum í Skírni rakið þetta mál ítarlega, mun
ég ekki tala hér nema um sumt, sem styður þá skoðun.
Menn vita ekki, hve nær sumar var látið hefjast, er tílf-
ljótslög voru samþykkt. Áður hef ég getið þess til, að
árið 930 hefði sumar komið 29. apríl í gamla stíl, en það
yrði 4. maí í nýja stíl. En vel getur verið, að það hafi ver-
ið enn seinna, t. d. 13. eða 20. maí í gamla stíl og menn þá
komið til Alþingis 4 vikum síðar, 10. eða 17. júní. Árið
958 hefði þá sumar komið 8. eða 15. apríl g. st. og fjórar
vikur af sumri verið 6. eða 13. maí g. st., en það hefði
verið ómögulegt að láta menn koma svo snemma til Al-
þingis. Ég geri nú ráð fyrir, að á þessu árabili hafi setn-
ing Alþingis nokkrum sinnum verið færð til, svo að nú
hafi menn átt að koma til Alþingis, er 9 vikur voru af