Skírnir - 01.01.1945, Síða 152
150
Þorkell Þorkelsson
Skírnir
sumri, en það verður 10. eða 17. júní g. st., og hafi þá far-
dagar líklega verið 5 vikur af sumri, 13.—16. eða 20.—23.
maí. En ekki er ósennilegt, að fardagar hafi í upphafi
verið á sumarmálum, þ. e. fyrsti fardagur sumardaginn
fyrsta, en það hafi orðið að flytja þá eins og setningu Al-
þingis, er sumarkoma færðist á kaldari tíma. Nú kom
sumarauki Þorsteins surts til sögunnar, og dregur úr til-
færslu sumarkomunnar. Árið 1000 hefði sumar átt að
koma 4. eða 11. apríl, en Alþingi var þá sett 10 vikur af
sumri, 13. eða 20. júní g. st., fardagar byrjað 6 vikur af
sumri, 16. eða 23. maí o. s. frv.
Þessar dagsetningar, sem ég hefi nú talið, sýna, að vel
getur verið, að engar breytingar hafi verið gerðar á
misseristalinu og sumarkomu aðrar en þær, sem leiddu af
sumarauka Þorsteins surts, allt frá upphafi Úlfljótslaga
og til þess tíma, er landið var kristnað árið 1000. Eina
mótbáran gegn þessari tilgátu, sem hægt er fram að bera
að minni hyggju, er í því fólgin, að sumarkoman og vetrar-
koman á dögum Úlfljóts verði þá of seint, miðað við veður-
far. En ef betur er að gáð, er þó mikið vafamál, hvort svo
er. Og innan fárra ára hefur þetta lagfærzt mikið, vegna
þess að tvö misseri voru svo miklu styttri en ár. Á hinn
bóginn er það ekki svo fátt, sem styður tilgátu þessa. Ef
meiri háttar lagfæring á sumarkomunni hefði átt sér stað
á þessu tímabili, þá hefði sú tilfærsla verið gerð um leið
og Þorsteinn surtur fann sumaraukann, og þá sætir furðu,
að Ari fróði skyldi ekki geta um þessa tímalagfæringu í
frásögninni um sumaraukann. Þögn Ara útskýrist bezt
með því, að þá hafi engin breyting á tímatalinu verið
gerð önnur en að taka upp sumarauka sjöunda hvert ár.
Og líklegt er, að þá hafi verið að því komið, að nauðsyn-
legt hafi þótt að flytja Alþingi o. fl. enn á ný lengra fram
á sumarið, en Þorsteinn surtur hafi þá bent á hina leið-
ina, að bæta við lagningarviku sem sumarauka.
Yfirleitt mun mönnum finnast það einkennilegt, hve
snemma að vorinu sumardagurinn fyrsti er. Vorgróður er
þá venjulegast ekki byrjaður og erfitt að finna ástæðu