Skírnir - 01.01.1945, Side 153
Skímir
Sumarauki
151
fyrir því, að menn hér hafi tekið upp á því, að hafa sum-
arkomuna fyrr en í öðrum löndum. Ég- hef áður látið mér
detta í hug, að þetta stæði ekki í beinu sambandi við veð-
urfarið, heldur væri það athuganir Stjörnu-Odda á því,
hve nær dagur færi ekki af lofti fyrst að vorinu, sem
ráðið hefði úrslitum um það, að setja sumarmál svo
snemma. Ég hygg nú öllu sennilegra, að sumarmál hafi
aldrei verið flutt til með innskotsvikum, hvorki að sumri
né vetri, öðrum en lagningarvikum sumaraukans, eftir að
Þorsteinn surtur fann hann. Með lagasetningu Úlfljóts
hafi þá sumarmál verið sett um miðjan maí, og sýnist
sumarupphaf á þeim tíma eigi óeðlilegt. Þá vottar alla
jafna fyrir gróðri, og sumarstörf geta byrjað fyrir alvöru.
En sumarmálin hafa ósjálfrátt komið fyrr og fyrr, vegna
þess að sumaraukann vantaði, og þótt sumarauki Þor-
steins surts drægi mikið úr tilfærslunni, er hann komst á,
hafa þó sumarmál verið komin snemma í apríl árið 1000,
er kristni var lögtekin og gamli stíll var kominn hér sem
tímatal kirkjunnar. I gamla stíl var sumardagurinn fyrsti
fimmtudaginn 9.—15. apríl. Líklegt er, að sumardagur-
inn fyrsti hafi verið einmitt innan þess tímatakmarks
árið 1000, og er þá ekki um annan dag að velja en 11.
apríl, svo sem áður er sagt. Það er þá ekki af því, að
mönnum hafi þótt það vel til fallið, að sumarið hafi verið
látið koma svona snemma, heldur er það afleiðing af því,
að sumarkoman færðist til á árunum 930—1000, og þegar
gamli stíll kom til sögunnar, var sumarkoman látin vera
kyrr með áfallinni breytingu, þótt hún væri komin í ósam-
ræmi við veðurfarið.
Ef sumarauki Þorsteins surts hefði eigi verið lögtek-
inn, hefði flutningur sumardagsins fyrsta á árunum 930-
1000 numið um 87 dögum, en með sumaraukanum hefur
verið bætt við 6 eða 7 lagningarvikum, þ. e. 42 eða 49
dögum. Mismunurinn á þessu árabili hefur því raunveru-
lega orðið 45 eða 38 dagar. Til þess að halda í sama horfi
við veðurlagið hefur því verið hæfilegt að flytja Alþingi
og annað á þessum árum aftur um 42 daga eða 6 vikur