Skírnir - 01.01.1945, Page 154
152
Þorkell Þorkelsson
Skírnir
miðaS við viknatal misseranna. Fardagar eru nú 6 vikur
af sumri, þeir munu hafa verið fluttir til eins og Alþingi
og hafa þá verið í upphafi á sama tíma og sumardagur-
inn fyrsti. Þetta kemur vel heim við annað, sem virðist
benda á það, að fardagar og sumarmál hafi fallið saman
á elztu tímum.
Bæði Landnámabók og Laxdæla minnast á Þorstein surt
hinn spaka, „er fann sumarauka", og get ég ekki skilið
það öðru vísi en að sumarauki hafi eigi þekkzt fyrir daga
Þorsteins surts, og kemur það alveg heim við frásogn
Ara fróða. Áðurgreind orð E. A. um „tillögu Þorsteins
surts“ gera langt of lítið úr hinu andlega afreki Þorsteins,
er hann fann sumaraukann. Einnig er gert of lítið úr
dómgreind sagnaritarans Ara fróða. Samkvæmt skoðun
E. A. hefði hann þá sagt villandi frá þróun misseristals-
ins — og hvernig lagningarvika sumaraukans sé til kom-
in. Og Þorsteinn surtur væri eigi þess verður, að hans sé
getið sérstaklega í þessari stuttu íslendingabók. En ég lít
svo á, að Þorsteinn surtur hafi á viturlegan hátt ráðið
fram úr vandamáli, og að Ari fróði meti það rétt, og að
frásögn hans sé yfirleitt rétt. Niðurlagsorð hans hafa þó
sætt mikilli gagnrýni. Eins og fleiri telur E. A. þau skökk
og segir: „Óvíst er, hvernig á þessari skekkju hjá Ara
stendur.“ Ég hef í tveim ritgerðum (Skírnir 1932 og Aar-
bþger for Nordisk Oldkyndighed og Historie 1936) gert
grein fyrir því, hvaðan Ari hafi þessi orð um sumarauka-
regluna. E. A. gengur alveg fram hjá skýringu minni, án
þess þó að tilfæra ástæðu. Að svo vöxnu máli er því varla
ástæða fyrir mig að gera því frekari skil en ég hef gert í
hinum tilvísuðu ritgerðum. Það, sem ég hef þar sagt,
stendur óhaggað. Ég mun þó lítillega víkja að þessu síðar.
Ennfremur segir E. A.: „Nú er ókunnugt, hve nær hið
gamla tímabil . . . hefur verið leiðrétt . . . þ. e. hlaupárs-
degi bætt við 4. hvert ár.“ Það lægi næst að skilja þetta
á þá leið, að menn vissu eigi, hve nær tímatalið, sem nefnt
hefur verið „gamli stíll“ og hlaupár hefur 4. hvert ár,
hafi verið innleitt hér á landi, en það er sannarlega eins