Skírnir - 01.01.1945, Síða 155
Skírnir
Sumarauki
153
vel þekkt og annað sögulegs efnis frá þeim tímum. Gamla
stíl var ekki hægt að skilja frá kristnihaldi kaþólsku kirkj-
unnar, og var hann því lögtekinn hér með kristninni árið
1000. Misseristalið með sumarauka Þorsteins surts var
ekki í samræmi við gamla stíl, og þess vegna var annað-
hvort að gera að leggja misseristalið niður eða breyta því
þannig, að það yrði í samræmi við gamla stíl, að svo miklu
leyti sem viknatal þess leyfði. Síðari leiðin var valin, og
misseristalið látið gilda í veraldlegum málum. En misseris-
talið gat ekki bætt við sig dögum heldur aðeins vikum,
eins og Þorsteinn surtur hefur fundið út. Með sumarauka
Þorsteins var 4 vikum bætt við á 28 árum, en til að jafn-
ast á við gamla stíl, þurfti nú að bæta við 5 vikum á þessu
árabili (28 árum).
Þetta verkefni þurfti að leysa þegar eftir kristnitökuna,
en Ari getur þess eigi, hve nær sú lausn var fundin, €r
kemur fram í hinum fornu rímbókum, sem samdar hafa
verið á 12. öld og síðar. En rímreglurnar hér að lútandi
koma fram í mismunandi myndum, þótt niðurstaðan verði
hin sama. Elzta rímreglan um sumarauka í sambandi við
gamla stíl og rímfræði hans mun vera í rímkveri, sem
nefnt hefur verið Bókarbót og er tálið ritað um 1200. En
Ari fróði hefur auðsýnilega haft þessa sömu sumarauka-
reglu í dagatali (calendarium) sínu með ofurlítið breyttu
orðalagi, og í staðinn fyrir að skýra náriara frá því, hvern-
ig sumaraukanum var nú komið fyrir, svo að samræmi
fengist við gamla stíl, þá setur Ari í lok kaflans rímregl-
una eins og hún var í bókum hans. En honum láðist að
geta þess um leið, að rímreglan notar orðin sjöundi og
sjötti í latneskri merkingu. Þetta var yfirsjón Ara, en er
samt afsakanleg. En seinni tíðar menn hafa átt erfitt
með að átta sig á þessu og tala hér um skekkju hjá Ara,,
vegna þess að þeir misskilja rímregluna.