Skírnir - 01.01.1945, Síða 157
Skírnir
íslenzkan
155
Erlend reynsla og íslenzk.
í þessum efnum sem öðrum má mikið læra af saman-
burði við útlönd. Þegar vér fórum til annarra landa sem
unglingar, þá dreymdi oss um forna íslenzka frægð og
gildi hennar fyrir gervallan heim, fyrst og fremst um
óslitna erfð íslenzkrar tungu, sem óbreytt hefði haldizt í
nærri 1000 ár. Hreyknir þóttumst vér geta sagt frá því,
að mállýzkur þekktust ekki á Islandi. Brátt mættu oss
sjónarmið reynslunnar. Fyrst furðaði oss á því, hve fram-
burðurinn hjá stórþjóðunum er fjarlægur ritmálinu og
breytilegur eftir stéttum og héruðum. Vér sáum, að sam-
eiginlegt mál hverrar höfuðþjóðar er alls ekki daglegt
mál lágstéttanna, heldur tunga, sem er sköpuð, samtvinn-
uð og ræktuð af sameiginlegum stofni þjóðarinnar með
föstum tökum. Enginn telst samkvæmisfær, nema hann
kunni að tala sæmilega menntaðra manna mál. Fýrir-
myndar málfar heyrist á leiksviðum beztu leikhúsa, hjá
ræðumönnum kirkju, skóla og þinga og í samkvæmum há-
stétta. Hjá smáþjóðum sumum og þjóðum á lágu menn-
ingarstigi ber lítið á slíkri málrækt, en því meir sem þjóð-
irnar eru fremri að öllu andlegu atgervi. Forustustéttirnar
heimta, að menn kunni ekki síður tök á tungunni en á
annarri framkomu, líkamlegri og andlegri.
Minnisstætt er mér t. d. samtal við enska alþýðustúlku
í lestinni milli Lundúna og Edinborgar. Hún sagðist vera
söngvin og hafa miklar mætur á tónlist. Eg spurði, hvort
hún væri þá ekki í einhverjum meiri háttar söngflokki, en
hún svaraði, að til þess væri framburður sinn of alþýðleg-
ur og ófágaður, — hún yrði fyrst að mennta framburð
síns daglega máls. Eg varð ekki lítið hissa, því að stúlkan
talaði ekki lélegri ensku en svo, að eg gat vel skilið hana.
Flestum Islendingum mun þykja dæmi þetta ótrúlegt, en
sams konar fyrirbrigði má finna alveg eins í Frakklandi
og Þýzkalandi eða öðrum fremstu löndum hins menntaða
heims.
Ekki líður á löngu, fyrr en vér sjáum, að á Islandi eru
einnig til mállýzkur, þó að langtum minna beri á þeim en