Skírnir - 01.01.1945, Page 159
Skírnir
íslenzkan
157
kennslu í forníslenzkum fræðum. Einstaka raddir hafa
heyrzt um það, að réttmætt væri að kenna forna og nýja
íslenzku sem sameiginlega námsgrein: Eiður heitinn Kvar-
an í Greifswald og dr. Wolf-Rottkay í Miinchen beittu sér
fyrir þessari stefnu. Veruleg breyting virðist þó ekki hafa
orðið. Orsakirnar að því eru vitanlega ekki eingöngu
kreddur vísindanna, heldur fyrst og fremst þær, að hvorki
íslenzk tunga vorra tíma né bókmenntir geta enn staðizt
listrænan samanburð við forníslenzkuna og bókmennta-
þ>roska hennar.
Málsnilld forfeðranna.
Ef skilja skal alla aðstöðu íslenzkrar tungu á vorum
tímum, þá þarf fyrst að gera sér fulla grein fyrir snilld
fornaldarinnar. Forfeður vorir hafa fullnægt listþörfum
sínum og andlegri leikfýsn nær eingöngu með verkum orð-
anna. Tré til útskurðar og annað myndlistarefni var ef til
-vill af skornum skammti, og tpnþankar þeirra tíma voru
í andstöðu við tónmenntaviðleitni kirkjunnar, enda mjög
á frumrænu stigi. Ekki er auðvelt nú á dögum að ímynda
sér, hvílíka leikni forfeður vorir höfðu öðlazt í meðferð
orðanna. Þeir kunnu margir utanbókar heila kvæðaflokka
og lagabálka. Sumir þeirra gátu talað jafnt í bundnu máli
sem óbundnu. Frásagnir um það verða ekki rengdar, enda
má finna svipuð dæmi frá síðari öldum: Orðgnóttin hefir
verið gífurleg, og menn hafa leikið sér við orð og orð-
myndanir af þeirri snilld, sem frekast verður líkt við full-
komnustu tækni hljóðfæraleikara vorra tíma. íslendinga-
sögur þær, sem bezt eru ritaðar, sýna þetta ekki síður en
kvæðin: Hrynjandi setninganna er tónlist á sína vísu, —
•en það er ekki hrynjandin ein, í setningunum er einhver
önnur tónlist, nokkurs konar lag, samræmi milli hljóð-
anna; þetta birtir oss glæsilega tign norræns anda, ef rétt
er lesið og skýrt og með greinilegum áherzlusvip. Þeir,
sem vel kunna að heyra, geta orðið svo hugfangnir af
hljóminum einum saman, að þeir gleymi jafnvel að hlusta
eftir sjálfu efninu. List þessi var gerð af mönnum með