Skírnir - 01.01.1945, Page 160
158
Jón Leifs
Skírnir
valdi, — valdi á sjálfum sér, máli sínu, líkama og anda, —
í jafnvel enn ríkara mæli en hjá fremstu erlendum af-
burðamönnum seinni tíma. Vér þurfum ekki eingöngu að
læra að hlusta, heldur einnig að þreifa oss áfram til allra
útkima andlegra áhrifa, til þess að finna skapandi gildi
þess leynda og ljósa norræna sálarkraftar, sem þarna var
að verki, sama andans og birtist í tréskurðarlist víking-
anna, myndlist niðja þeirra á „gotneska“ tímanum og í
listarefni íslenzkra þjóðlaga. — Þessi andlegu öfl hnign-
uðu í suðrænum straumum kirkju og kúgunar. Það tekur
engum tvímælum: þessi lömun kom í ljós á slóðum nor-
rænna manna um alla álfuna. En vér skiljum þetta ekki
til fulls, fyrri en vér náum aftur samhengi við tilfinninga-
líf forfeðra vorra allt — eins og það kemur fram í þeirra
frumlegustu andans verkum (tóna, mynda og orða), hversu:
frumstæð og óþroskuð sem þau kunna stundum að birt-
ast á öldum hnignunar í öllum listgreinum eða þjóðlegu
efni þeirra.
Endurreisnin.
Endurreisn íslenzkrar tungu sýnir fálm frumherjanna..
Oss finnast nú jafnvel ritgerðir Fjölnismanna og Jóns
Sigurðssonar stundum klaufalega skrifaðar. Það sannar
oss, hve miklar en hægfara framfarir hafa orðið á sein-
ustu öld. Einkum hafa þessar framfarir verið í tvennu
fólgnar, — í hreinsun málsins með útrýmingu stílrangra
og ósmekklegra orða og svo í auðgun tungunnar af nýj-
um orðum og nýrri orðskipun. Hvorugt hefir enn tekizt
til hlítar, en tungan heimtar þó auk þess endurbætur ann-
arra atriða.
Ekki þurfum vér lengi að bera saman erlendar ástæður
og íslenzkar til að sjá, að endurreisn íslenzkrar tungu er
tæplega komin af byrjunarstigi enn. í þessu sem öðru
getum vér ekki aðrar leiðir farið en þjóðir þær, sem lengst
hafa komizt að menntun og mætti. Tungan er þar eins og
hjá forfeðrum vorum ekki aðeins „tæki til að láta hugs-
anir skýrt í ljósi“, heldur einnig og einkum listarefnL