Skírnir - 01.01.1945, Side 161
Skírnir
íslenzkan
159
Orðin verða að samfellast af list og mælast fram af list,
ef á annað borð á að halda stefnu að æðri menningu, fyrir-
mennsku og yfirburðum þjóða og stétta, sem endanlega
ráða tilverurétti á skeiðvelli heimsmenningar. Fyrirmynd
endurreisnar íslenzkrar tungu verður að vera forníslenzk-
an, ekki eingöngu af því að hún er eitt vort sterkasta tæki
til tryggingar á tilverurétti þjóðarinnar og til álitsauka,
heldur af því að hún er fremsta fyrirmynd og einasta há-
mark íslenzkrar listar í orðum. En auðvitað þarf alþýðu-
mál vorra tíma einnig að vera til hliðsjónar við aukna
endurreisn tungunnar.
Athugum til samanburðar sköpun þjóðtungunnar með
öðrum þjóðum. Lúther gerist t. d. frumherji í að bókfesta
sameiginlegt mál fyrir alla þýzka þjóðstofna, sem töluðu
og tala langtum fjarskyldari mállýzkur heldur en vér eftir
íslenzkum mælikvarða getum ímyndað oss. Hann tók tillit
til alþýðumálsins í mismunandi héruðum og tókst sam-
einingin það vel, að stefnu hans hefir verið haldið síðan.
Mál hans þróaðist svo áfram, náði listfengi í stíl Goethes
og loks hjá Nietzsche (í „Zarathustra") því hámarki, sem
þolir samanburð við listrænasta tungutak íslenzkra forn-
manna. Menningartakmark þýzkrar þjóðtungu var ekki
alþýðumál framburðar, heldur fágað menntamál, sem síð-
ar varð fyrirmynd allri þjóðinni, — en þessi fyrirmynd
hafði og hefir áhrif á alþýðumálið, mótar það og menntar.
Föst tök hámenntaðrar þjóðar þurfti til að áorka slíku,
en með sama hætti hefir skapazt þjóðtunga með mörgum
helztu þjóðum öðrum.
Hve langtum auðveldari er ekki slík endurreisn á ís-
landi, þar sem lítið ber á mállýzkum — og fornmálið,
skiljanlegt hverju mannsbarni, gætt fullkomnustu orðlist.
Ekki er hægt að greina endurreisn íslenzkrar tungu frá
annarri endurreisn íslenzkri. Þvert á móti: Tungan er
upphaf íslenzkrar viðreisnar og skilyrði hennar. Vér fs-
lendingar eigum margra alda niðurlægingu að baki, og
hnignunin setti sinn blæ á málið eins og annað. Breyting
íslenzkunnar um sex eða sjö alda skeið var ekki þróun,