Skírnir - 01.01.1945, Síða 162
160
Jón Leifs
Skírnir
heldur hnignun og á því ekki neinn rétt á sér sem fyrir-
mynd. Sú hnignun er nú loks um garð gengin, en þjóðlíf
vort allt er á gelgjuskeiði. Þess vegna verðum vér enn að
vera vel á verði gegn öllum hættum, megum ekki láta við-
gangast, að talað sé gálauslega um íslenzka málþróun eða
slegið slöku við þá endurreisn, sem hófst fyrir rúmum
hundrað árum og verður að halda áfram, ef vér eigum að
heita íslendingar á komandi öldum. Endurreisn íslenzk-
unnar og íslenzkrar þjóðmenningar er ekki nema hálfnuð
enn. Það sýnir m. a. ræktarleysið við íslenzku þjóðlögin.
Ritmál og talmál.
Enn höfum vér Islendingar lítið á oss lagt til að endur-
reisa og þjálfa framburð tungu vorrar og hennar upp-
haflega hljómræna afl, — samanborið við afrek annarra
þjóða. Á Islandi vantar enn skipulagsbundna og mark-
vissa kennslu í framburði íslenzkunnar. Hvorki prestar
né leikarar né aðrir ræðumenn læra til neinnar hlítar að
beita röddinni né algild listræn lögmál framburðar. Ein-
staka menn reyna að vísu að vanda framburðinn og kenna
það öðrum, en menn hafa ekki einu sinni gert tilraun til
að setja fastar sameiginlegar reglur um fyrirmynd fram-
burðar, enda jafnvel hringlað með sjálfa stafsetninguna
ennþá.
Fágað talmál á ekki eingöngu að hafa áhrif á endur-
bætt ritmál, heldur einnig og öllu fremur öfugt: ritháttur-
inn á málfar manna. Einhverju hefir þegar verið áorkað
á Islandi í þessa átt á seinustu öld, en þó mun það meir,
sem óunnið er enn. Nýtt tæki hefir bætzt við til endurbóta
í þessum efnum, en það er útvarpið, ef rétt er með farið.
Þó getur það hins vegar að sama skapi verið til skaða, ef
illa er á haldið. Ef vér setjum oss ekki greinilegt mark í
þessum efnum, þá er við búið, að tungan spillist, lamist
og tapist — og þjóðin með. íslendingar í Danmörku tala
t. d. sumir eftir skamma dvöl með dönskum hnykkjum og
vita ekki einu sinni af því. Það er sannarlega ekki nóg að
nota lýtalaus íslenzk orð, — og skortir þó oft mikið á, —