Skírnir - 01.01.1945, Page 164
162
Jón Leifs
Skímir
bezt talaS mál íslenzkrar alþýðu til sveita og í samræmi
við endurreista fyrirmynd framburðarins.
Athugum hvert þessara atriða fyrir sig. Fyrirmyndir
framburðarins þyrfti að sækja úr öllum héruðum lanas-
ins, úr hverju héraði það, sem bezt þætti við eiga eða ís-
lenzkast telst og er í mestu samræmi við fornmálið. Það
skiptir ekki miklu máli, þó að skammt yrði farið í byrj-
un, og ágreiningur um það mætti ekki draga úr stefnunni,
sem ekki fær náð fullum þroska nema smátt og smátt, með
skapfestu kynslóða. Vér höfum fyrir oss erlend dæmi um
langa þróunarbraut menntamáls. Undirritaður vill að vísu
sem lengst fara í þessari stefnu, en getur hins vegar vel
fallizt á, að skemmra sé farið, a, m. k. í byrjun. Örfá
dæmi skulu nefnd af handahófi: h-hljóðið þarf að heyrast
á undan v í orðinu „hvar“ og öðrum líkum orðum, en k-
hljóðið að hverfa. Þingeyski framburðurinn ætti að vera
til fyrirmyndar í orðum eins og „stúlka“ eða „menntir"
o. s. frv. Eins má taka vestfirzka framburðinn til fyrir-
myndar í vissum orðum og ekki segja „gáng“ eða „komu“,
heldur „gang“ og „kómu“. — Meira um þetta síðar.
Athugum myndun nýyrða. Það er málmönnum til lítils
sóma, ef þeir láta svo sem ekki sé hægt að mynda ný orð
á íslenzku um hvað sem er. Þeir sýna og sanna ekki með
því stirðleik málsins, heldur sinn eigin. íslenzkan er fær-
ari til nýmyndunar en flest önnur mál, ef menn aðeins
nenna að örva hugkvæmni sína til þess. Forfeður- vorir
léku sér að orðmyndunum og tilbreytingum kenninga. Is-
lenzk alþýða er tiltölulega fljót að taka upp nýyrði, ef þau
eru vel til fundin og flutt á réttum vettvangi á viðeigandi
hátt. Að jafnaði festast nýju orðin í málinu á örfáum
mánuðum, ef blöð og útvarp taka þau upp. Orðin „hljóm-
sveit“ og „útvarp“ eru nú svo algeng, að engum dettur í
hug að sleppa þeim. Vaninn getur mörgum erfiðleikum
valdið í byrjun. Gárungar og fífl gera gys að nýjum orð-
um, — Islendingar voru alltaf miklir háðfuglar. Oss ís-
lendinga skortir hins vegar ennþá varanlega skapfestu í
málstefnu vorri. Ef nýyrðamyndun misheppnast og eitt-