Skírnir - 01.01.1945, Side 165
Skírnir
íslenzkan
163
hvert orð vill ekki festast í málinu, þá reyna menn ekki að
finna annað, heldur láta málið niður falla. Væri þó betra
að eiga fleira en eitt nýyrði um hvert nýtt hugtak. Þetta
stefnuleysi er aðeins eitt tákn þess, að vér höfum ekki enn
náð oss eftir margra alda niðurlægingu og kúgun.
Þá er að athuga réttritunina. Enn er hringlað með hana
fram og aftur, en það er hættulegt fyrir máltilfinningu
alla, því að ritmálið á að vera stefnuljós í viðhaldi og við-
reisn tungunnar. Þetta Ijós þarf að vera sem skýrast og
lýsa sem lengst fram undan að því marki, sem ef til vill
verður ekki náð fyrri en eftir menningarþjálfun margra
kynslóða. Fyrirmyndin á að vera fornmálið, og undirrit-
aður vill fúslega kannast við, að hann álítur réttast að
taka að lokum upp fornmálið svo að segja í heild sem nú-
tímaritmál án allra mjög verulegra breytinga. Munurinn
á jafnvel lélegasta íslenzku talmáli og ritmálinu yrði þann-
ig þrátt fyrir allt langtum minni en hjá mörgum öðrum
þjóðum hámenntuðum. En nú er það svo, að forna rétt-
ritunin er einnig á reiki, og fyrir bragðið verður samein-
ingin auðveldari, án þess að ganga mjög nærri kenning-
um vísindanna, því að hægt er að láta nýja og forna staf-
setningu mætast á miðri leið, þ. e. að velja til útgáfu forn-
ritanna þá sameinaða forna stafsetningu, sem kemst næst
íslenzku vorra tíma. Eddu-útgáfa Finns Jónssonar virð-
ist t. d. miklu f jær íslenzku vorra tíma en útgáfa Neckels.
Sennilega þyrfti sú réttritunarstefna, sem sameinar
forna og gamla íslenzku, að vera mjög hægfara. Senni-
lega mundi hún ekki heldur ná marki sínu fyrri en eftir
tvo eða þrjá mannsaldra, — eins og núverandi endurreisn
málsins náðist ekki nema á löngum tíma. Menn ættu t. d.
fyrst ekki að skrifa „jeg“ eða „ég“, heldur „eg“, eins og
sumir líka gera, — og merkilegt er, að menn fara þá í há-
tíðlegu tali einnig að segja „eg“ fyrir „ég“. Þá þarf bók-
stafurinn „g“ aðeins að verða dálítið harðari í framburði,
og vér erum þegar komnir mjög nærri fornmálinu. Svo
mætti lengi telja. Tökum annað dæmi, endinguna ,,-ur“ í
„háttur“ o. s. frv. 1 talmáli vorra tíma er bæði til endingin
ll