Skírnir - 01.01.1945, Síða 167
Skírnir
íslenzkan
165
undirritaður hefir ár frá ári í heilan aldarfjórðung þréif-
að sig áfram til listræns skilnings á hljóðföllum og hljómi
tungunnar, — með því að hlusta eftir þjóðlagasöng og
töluðu máli íslenzkrar alþýðu, hlera setningar bezt ritaðs
bókmáls og svo með eigin tónsmíðavinnu við íslenzka
texta forna og nýja. Hér verður að viðhafa persónulega
frásögn.
Fljótlega fann eg, að blær forníslenzkunnar bar á sér
hinn eina rétta og sterka svip, en að sá svipur var lamaður
mjög í íslenzku máli seinni tíma, — að forníslenzkan var
tignarlegt mál frjálsra manna, en nýíslenzkan í saman-
burði háð ýmsum annmörkum kúgunar og hnignunar, —
málið svipminna og kjarnminna bæði í hljómi orða og
hljóðfalli setninga, áherzlurnar orðnar veikari eða horfn-
ar. Ekki verður til þess ætlazt, að undirritaður, sem hefir
ekki sett sér takmark rithöfundar, geti sjálfur sýnt til
fulls með eigin tungutaki, hvernig gefa megi íslenzkri
tungu aftur sinn sterka svip. Allir erum vér líka staddir
á miðri leið þjóðlegrar viðreisnar. Ofurlitlar bendingar
verða hér að nægja:
Fyrst varð mér ljóst, að vel mætti gefa einstökum orð-
um meiri svip, t. d. ekki segja og skrifa ég, heldur eg,
ekki fékk, heldur fekk,
ekki féll, heldur fell,
ekki héldi, heldur heldi,
ekki hver frb. kver, heldur frb. hver (með h-hljóði),
ekki ganga frb. gánga, heldur ganga,
ekki þoka frb. þo-ga eða taka frb. ta-ga, heldur frb.
þoka og taka með k-hljóði,
ekki komu, heldur kómu,
ekki voru, heldur vóru,
ekki hátt-ur, heldur háttr.1)
Svo mætti lengi telja, og þó væri þetta aðeins byrjun,
sem halda ætti áfram hægt og hægt kynslóð af kynslóð.
1) Fræðilegri hljóðritun er hér sleppt, svo að almenningur geti
skilið hug-sanaganginn, þó að ekki sé nákvæmlega skráð.