Skírnir - 01.01.1945, Síða 169
Skírnir
íslenzkan
167
t. d. í Grettis sögu, sem ber það einmitt að öllu leyti með
sér að vera ekki rituð af neinum andans höfðingja.
Vér getum líka tekið dæmi úr íslenzkri þjóðsögu: „Eng-
um framar er hún stödd í vanda, kallast drottning kon-
ungs Saxalanda.“ Hér er hljóðsamræmi í atkvæðunum:
framar, vanda, kallast, Saxa-landa, tvisvar „a“ í hverju
orði. Eins er í orðunum: drottning, konungs tvisvar hljóð-
samræmi með bókstöfunum „o“ og „n“ og einnig milli at-
kvæðanna -ing og -ungs, ennfremur líka með bókstafnum
„d“ í orðunum: stödd, vanda. Þó er þetta ekki eiginlegt
rím, en svona hljóðsamræmi kemur meira og minna í Ijós
í öllu vel sömdu fornu íslenzku máli, ef vel er hlerað. Hlust-
ið og þér munuð heyra. Næmt eyra þarf til að heyra og
endurleysa þetta afl íslenzkunnar. Rithöfundar vorir eiga
að geta leikið sér með því að snúa við setningum og breyta
til með mjög miklu úrvali orða, þangað til þeir sannfær-
ast um, að setningin loks hljómar sem tíguleg og svipmikil
íslenzka. Erlendir höfundar seinni tíma hafa sýnt sams
konar skilning tónlistarmannsins á hljómföllum setninga
og sambandi orða og atkvæða. Nietzsche birtir t. d. þenna
tónræna skilning í „Zarathustra", án þess þó að hafa
hugmynd um frásagnarlist íslenzkra fornbókmennta, en
þýðingar íslendingasagna heimta einmitt sams konar mál-
snilld. Nietzsche átti þann skilning á sálrænu afli mann-
legs lífs (bæði í smáum dráttum og stórum, jafnvel á öldu-
hvörfum og bylgjulengdum veraldarsögunnar), sem aðeins
tónlistin og tónræn sjónarmið geta veitt. Hann varð að
láta ofurmennið tala eins og stórmenni. En vér íslending-
ar eigum eftir að sýna það til fulls og sanna í vorum nýju
ritverkum, að vér séum af andlegum stórmennum komnir.
Veigamikil framfaraspor eru stigin, og yngri rithöfundar
íslenzkir (Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson o. fl.)
hafa tekið að auka orðaforða tungunnar. Það er þegar
byrjun í þessa átt. Ekki skortir heldur alls konar fágun
í meðferð málsins, en „hendinga“-máttur íslenzkunnar
birtist að því er virðist ekki nema af tilviljun einni í
óbundnu máli vorra tíma. Þó mun einmitt íslenzkan eiga