Skírnir - 01.01.1945, Side 170
168
Jón Leifs
Skímir
stórkostlegra afl hljóðfalls og hljómbrigða en flestar aðr-
ar tungur. Það birtist af almætti í ljóðagerð vorra tíma.
1 kvæðum Einars Benediktssonar leiftrar það frá orði til
orðs langt fram úr fyrirmælum rímsins, — en hve fátæk-
legt virðist t. d. í samanburði óbundið mál sama höfundar.
ViSbárur.
Ekki þarf getum að því að leiða, að einhverjir mála-
menn og aðrir lesendur, sem ekki hafa lært að beita heyrn
sinni í athugun listrænna lögmála á hljómi íslenzkrar
tungu, muni ekki geta fallizt á allar þær skoðanir, sem
hér eru fram bornar. Ekki skiptir samt mjög miklu máli,
hvort menn greinir á í einstökum atriðum, ef menn aðeins
geta sameinazt í megindráttum til viðreisnar íslenzkrar
tungu. Sumir segja, að stefna sú, sem hér er flutt, sé
óframkvæmanleg, og mæla þannig af gömlu vantrausti á
íslenzkri menningu og íslenzkum málstað, — eins og ís-
lenzka þjóðin muni ekki geta áorkað því sama sem aðr-
ar menningarþjóðir. Aðrir tala um íhaldsama málstefnu
sem vængstýfingu málsins, en það eru þeir höfundar, sem
sjálfir eru vængstýfðir eða vængjalausir og treysta sér
því ekki til slíkrar stefnu, geta ekkert aðhafzt henni til
viðgangs. Vængstýfð var þjóðin og margir rithöfundar
hennar á öldum kúgunar og hnignunar, og eimir eftir enn.
Vængstýfingin kom fyrst utan að, — frá öðrum löndum
og frá íslenzkum mönnum með erlenda menntun, en forn-
eskjan og hið frumræna afl lifði með alþýðunni, og svo er
enn. „Núverandi menningarstig þjóðarinnar" getur ekki
talizt mælikvarði til málþróunar, af því að þjóðin er enn
á gelgjuskeiði. Hnignunin er ekki enn úr beinum hennar
horfin, en millibilsástandið ber í sér miklar hættur. Eng-
in menning verður til nema við rækt. Og garðyrkjumað-
urinn verður um annað að hugsa en áburðinn og jarðveg-
inn einan. Hann getur að vísu ekki breytt eplatré í peru-
tré, en með aðhlynningu má hann samt miklu fá áorkað.
Eins er um leiðtoga þjóðanna, — vísindamenn, listamenn
og stjórnskörunga.