Skírnir - 01.01.1945, Side 173
Skírnir
Papar
171
II.
Það verður væntanlega um aldur og ævi myrkva hulið,
hve nær mennskir menn stigu fyrst fótum á Island, en
vissulega var það áður en þeir Garðar og Naddoður fundu
landið. Um það er vitni Ara fróða og annara norrænna
heimilda, og verður nánar á þær minnzt síðar. Vanalega
mun talið, að það muni vera einni eða tveimur öldum
áður, að hinir írsku munkar fundu landið, og hafi þeir
fundið það fyrstir manna. Þó hafa allt frá því ísland
hlaut núverandi nafn sitt verið til menn, sem töldu það
fundið meir en þúsund árum fyrr.
Einhvern tíma á næstu áratugum fyrir eða eftir 300
fyrir Krists burð fór grískur maður, Pýþeas frá Massilíu-
borg (nú Marseille) mikla ferð norður í heim og ritaði
síðan um það bók, sem að vísu er ekki til nema í brotum.
Pýþeas fór til Bretlands, og síðan kveðst hann hafa farið
til eyjarinnar Thule, og sé þangað sex dægra haf norður
frá Bretlandi. Hann virðist og hafa sagt, að sól settist þar
ekki um sumarsólhvörf. — Það er gamalt deilumál, hvort
Thule sé ísland eða eitthvert annað norðlægt land. Yfir-
leitt hafa fræðimenn um langan aldur öllu frekar hneigzt
að því, að Thule væri ekki Island, en nýlega hefur fransk-
ur maður, G. E. Broche, ritað rækilega um þetta (Pythéas
le Massaliote, Paris 1936), og síðan Vilhjálmur Stefáns-
son (Ultima Thule, ísl. þýðing Rv. 1942), og virðist þeim
báðum líklegt, að við ísland sé átt. Vilhjálmur telur ólík-
legt, að Pýþeas hafi fundið landið fyrstur; sennilegra sé,
að hann hafi fengið fréttir af því frá íbúum Bretlands,
sem hafi vitað af þessu mikla óbyggða eylandi.
Ég skal ekki fara að fjölyrða um þetta efni né frásagnir
annara fornra höfunda; það, sem nýtilegt er í þeim um
eyju Pýþeasar, virðist úr hans ritum komið. Síðari menn,
sem aldrei kynntust norðlægum löndum, hlutu að hafa
mjög óljósar hugmyndir um það land og orð þeirra um
það marklítil (Tacitus í ævisögu Agricola).
Vel gæti manni dottið í hug, að ef menn hefðu komið