Skírnir - 01.01.1945, Side 178
176 Einar Ól. Sveinsson Skírnir
talsins eða þrettán; einveru leituðu þeir eftir mætti, þó
að í hópum væru, og reglu sína héldu þeir af miklum
strangleik, en félög þeirra munu hafa verið heldur laus,
og gefnir voru þeir fyrir að fara úr einum stað í annan.
Nú var það einkenni hinna írsku klerka yfirleitt, útþráin
og ferðaþráin virðist hafa verið mjög rík í hugum þeirra,
pílagrímsferðir og trúboðsferðir voru þeirra líf og yndi.
En einsetumennirnir þreyttust aldrei að leita sér eyði-
staða (írska disert, lat. desertum), helzt langt frá mönn-
um, á fjöllum eða fjarlægum eyjum. Eins og eðlilegt er,
virðast sumir ábótarnir heldur hafa latt menn þessara
ferða. Frá því er sagt í ævisögu heilagrar Samthönnu, að
klerkur, sem var undir hennar handleiðslu, vildi fresta námi
og fara heldur pílagrímsferð. Þá sagði hún: „Ef ekki er
unnt að finna guð hérna megin hafsins, þá er óhætt að fara
um öll lönd. En af því að guð er nálægur öllum, sem ákalla
hann, er oss engin þörf að fara landa milli. Frá öllum
löndum er hægt að komast til himnaríkis.“J) Einhver,
sem varð fyrir vonbrigðum í Rómarferð, kvað um það
vísu: „Rómarferð: mikið erfiði, lítið gagn. Konunginn
(INRÍ), sem þú leitar þar að, finnurðu ekki, nema þú
komir sjálfur með hann.“1 2) En hinir ferðafúsu pílagrím-
ar létu þetta ekki aftra sér. Og einsetumennirnir urðu
ekki lattir, þeir leituðu æ fjarlægari og einmanalegri eyði-
staða.
V.
Mikið er til af frásögnum af ferðum írskra dýrlinga til
fjarlægra undralanda í úthafinu, og eru þau nefnd ýms-
um nöfnum: Fyrirheitna landið, Land lifandi manna,
Æskulandið o. s. frv.3) I þessum frásögnum virðist kenna
áhrifa frá veraldlegum ævintýrasögum um sjóferðir
manna til eins konar Ódáinsakurs; slíkar sögur voru
1) Plummer, Vitae Sanctorum Hiberniae II 260.
2) Stokes and Strachan: Thesaurus palaeohibernicus II 296.
3) Sjá Plummer: Vitae I clxxxii.