Skírnir - 01.01.1945, Side 179
Skírnir
Papar
177
nefndar imrama; einna kunnastar þeirra eru sagan af
ferð Brans og ferð Melduns. Frægust heilagra manna
sagna með slíku efni er sagan af Brendan, sem þýdd var
á margar tungur á miðöldum, meðal annars á norrænu,
enda er sagan skáldleg víða og ber vott um mikið ímynd-
unarafl. Hún er full af kynjum, en þó koma þar fyrir lýs-
ingar eins og þessi: „Eftir fjörutíu daga, þegar þrotin
voru matvæli þeirra og ekki var annarar hjálpar von en
frá guði, reis úr hafi í norðurátt eyja hálend og klettótt.
Þegar þeir komu nær landi, sáu þeir, að ströndin var há
eins og múr, en af fjöllum ofan runnu margir lækir.“
Ógerningur virðist að vita nokkuð um þann sannleiks-
kjarna, sem kann að felast innan um skrökið, en víst var
Brendan til og lifði um miðja 6. öld, og í leifum af elztu
sögu hans er ekki sagt, að hann hafi farið að leita „fyrir-
heitna landsins", heldur „ókunnrar, fjarlægrar eyjar“,
eins og einsetumennirnir gerðu í raun og veru. Sein, róm-
versk helgisaga segir, að hann hafi boðað trú í Orkneyj-
um, hvort sem það er annað en ágizkun.
Með miklu meiri sennileikabrag og sannari eru frásagn-
ir af helgum mönnum, sem settust að á eyjum við írland
og Skotland. Með sama blæ eru nokkrar sögur, er segja
frá ferðum munka lengra norður í höf. Getið er um helga
menn í Orkneyjum á þessum tíma, en frekar voru það trú-
boðar en einsetumenn. Kentigern á að hafa sent þangað
munka í lok 6. aldar, Servanus á að hafa verið þar svo
sem öld síðar, og hinn helgi Flann á að hafa sent munka
þangað.1) En þá eru nokkrar frásagnir um ferðir lengra
norður.
í ævi Albeusar hins helga (41. kap.) segir svo:
„Heilagur Albeus, sem vildi flýja fjölmenni, en vissi sig í há-
vegum hafðan af öllum mönnum og marga staði undir sig gefna,
ákvað að sigla til eyjarinnar Tile, sem er í úthafinu, til þess að lifa
þar guði í einveru. En samkvæmt vilja guðs tálmaði Engus, kon-
ungur í Cassel, þessu, því að hann skipaði varðmönnum að halda
1) Sjá Brögger, fyrrgr. rit 124; Plummer: Vitae I cxxvi.
12