Skírnir - 01.01.1945, Page 181
Skímir
Fapar
179
vörð um allar hafnir, svo að heilagur Albeus skyldi ekki geta flúið
burt frá þeim mönnum, sem hann hafði gert börn guðs með skirn
og blessun. Þá sendi Albeus 22 menn af landi burt yfir hafið.“
Ekki er alls kostar víst, hvenær Albeus lifði, líklega þó
á sjöttu öld; ævisaga hans er væntanlega miklu yngri.1)
Merkilegri frásagnir um þessi efni er í ævisögu Kólum-
killa eftir Adamnan ábóta, eftirmann hans á Eynni helgu,
sem skrifaði bók sína eitthvað öld eftir dauða Kólumkilla
(Adamnan dó 704). Tvær sögur hefur hann um munk
einn, Kormak að nafni (Cormac Ua Liathain), samtíðar-
mann Kólumkilla. Hin fyrri er á þessa leið:
„í annað sinn spáði heilagur Columba um Kormak, sonarson
Lethans, hinn helgasta mann, sem leitaði sér einsetustaðar í úthaf-
inu ekki minna en þrisvar sinnum, og fann hann þó ekki. Orð hans
voru á þessa leið: „I dag siglir Kormakur aftur frá þeim stað, sem
nefnist Eirros Domno, handan við ána Moda, og hyggst leita sér
eyðistaðar, en ekki finnur hann samt þetta sinn það, sem hann leit-
ar að; og á hann enga aðra sök á því en þá, að hann hefur tekið
á skip sitt munk eins trúaðs ábóta, án þess ábótinn leyfði honum
að fara.“ (I 6.)
Hér er gott dæmi þess, hve írskir munkar voru gefnir
fyrir að fara úr klaustrum sínum og slást í ferð með öðr-
um mönnum til ókunnugra staða, t. d. einsetumönnum,
sem leituðu sér eyðistaða. Frásögnin bendir líka á, að
Kormakur, sem fer þrjár ferðir í þessum sömu erindum,
hafi glöggar sagnir af einhverju ákveðnu, óbyggðu landi
eða eyju langt í fjarska. Annars mundi hann ekki vera
jafn-þrákelkinn í leitinni. Enn skýrara verður það þó, ef
athuguð er frásögn á öðrum stað í þessari sömu bók:
„Einhverju sinni reyndi Kormakur, riddari Krists, sem getið var
lítillega í fyrstu bók þessa ritkorns, aftur í annað skipti að leita
sér einsetustaðar í úthafinu. Hann sigldi nú fullum seglum burt frá
1) Plummer: Vitae I xxviii o. áfr.; textinn bls. 61. Þess má geta,
að eitt (ungt) handrit kallar eyna Cele. — Enn má nefna hér, að í
einni sögu segir, að mold frá Inis Tuile (eynni Thule?) hafði þau
áhrif, að þeir, sem gengu ó henni, gátu ekki hreyft sig, Plummer,
Vitae I clxviii.
12*