Skírnir - 01.01.1945, Side 182
180
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
löndum um endalaust úthaf, en um þær mundir dvaldist heilagur
Columba handan við Bretlandshrygg (háfjöll Norðvestur-Skotlands),
og mælti hann við Brudeus konung í viðurvist Orkneyjajarls (eða
fylkiskonungs): „Nú sigla einhverjir af vorum mönnum burt og
vilja finna sér eyðistað í ófæru úthafinu. Ef þeir skyldu nú koma
til Orkneyja, eftir að hafa flækzt víða, þá legg þú ríkt á við fylkis-
konung þennan, sem þú hefur tekið gísla af, að þeim sé ekkert gert
til miska innan landamæra hans.“ Þetta sagði hinn helgi maður,
því að hann vissi fyrir, að Kormakur mundi koma eftir nokkra mán-
uði til Orkneyja. Þetta varð síðar, og vegna fyrrgreindra tilmæla
hins helga manns varð Kormaki bjargað frá dauða. Að nokkrum
mánuðum liðnum, þegar hinn helgi maður dvaldist í Ioua, var það
einn dag, að einhverjir fóru upp úr þurru að tala um Kormak, svo
að Columba heyrði, og sögðu: „Enginn veit enn um það, hvort ferð
Kormaks hefur heppnazt eða ekki.“ Þegar hinn helgi maður heyrði
þessi orð, mælti hann spámæli og sagði: „Kormak, sem þið eruð að
tala um í dag, munuð þið brátt sjá.“ En þó að furðu gegni: ekki
leið nema stund, þangað til Kormakur kom öllum að óvörum og
gengur inn í bænasalinn, en allir undruðust og gerðu þakkir. Og af
því að nú var nokkuð sagt frá spámælum hins blessaða manns um
aðra sjóferð Kormaks, á vel við að segja frá spádómsorðum hans
um þriðju ferðina.
Þegar Kormakur þessi hraktist um úthafið í þriðja sinn, stofn-
aði hann lífinu í hættu. Skip hans sigldi frá löndum í fjórtán daga
og nætur fullum seglum, blés þá sunnanvindur, og hann hélt til
norðuróttar himins, og virtist sú sigling engu lagi lik og mönnum
ekki afturkomu auðið. Því að eftir tíundu stund hins fjórtánda dags
sóttu öllumegin að þeim hinar skelfilegustu ógnir, því að þá komu
einhver ljót og illileg kvikindi, sem ekki höfðu sézt áður, og huldu
þau sjóinn; þau sóttu að skipinu með þvílíkum ofsa og lömdu svo
ákaflega kjöl og síður, skut og stafn, að óttazt var, að þau mundu
geta farið í gegnum skinnsúð skipsins. Þeir, sem í því voru, sögðu
síðar, að kvikindin hefðu verið á stærð við seli, með háskalegum
trjónum, synd, en ekki fleyg; þau gripu líka árablöðin. Eftir að
Kormakur og félagar hans á skipinu höfðu séð þau, ásamt öðrum
ófreskjum, sem ekki er tími til að segja frá, urðu þeir óttaslegnir
og báðu grátandi til guðs, sem er hjálp nauðstaddra. Þá var hinn
helgi Columba hjá Kormaki á skipinu í anda, þótt hann væri fjarri
að líkama. Því að á samri stundu, þegar hann hringdi bjöllu og
kallaði bræðurna til bænahúss, gekk hann inn í kirkjuna og sagði
til þeirra, sem við voru staddir, og mælti spámæli, eins og hans var
vandi: „Bræður, biðjið nú af öllum hug fyrir Kormaki, sem hefur
siglt ógætilega og farið út fyrir það svæði, sem menn ferðast um,
og þolir hræðilegar ógnir. Þannig eigum vér að samþjást í hugan-