Skírnir - 01.01.1945, Side 183
Skírnir
Fapar
181
um með félögum vorum og bræðrum stöddum í hættu og biðja guð
með þeim. Sjá, þar er Kormakur með sjóliði sínu og vætir andlit
sitt tárum og biður Krist innilega; vér skulum hjálpa honum með
því að biðja, svo að guð aumkist yfir oss og snúi sunnanvindinum
í norðanvind í fjórtán daga, og flytji sá vindur skip Kormaks úr
háskanum.“ Þetta mælti hann grátandi, féll á knébeð fyrir altarinu
og bað til almáttugs guðs og stjórnara allra hluta. Eftir bænina
reis hann á fætur, þurkaði af sér tárin og þakkaði guði með gleði-
bragði og mælti: „Nú skulum vér, bræður, samfagna vinum vorum,
sem vér báðum fyrir, því að guð hefur snúið sunnanveðrinu í
norðanátt, sem flytja mun félaga vora, úr háskanum og aftur til
vor.“ Og er hann mælti þetta, lægði sunnanveðrið, og blés norðan-
vindur marga daga, og rak skip Kormaks til landa. Kormakur
komst til heilags Columba, og sáust þeir augliti til auglitis, fyrir
guðs miskunn; undruðust allir og glöddust mikillega. Hugleiði nú
lesandinn, hve mikill og hvílíkur var hinn blessaði maður, sem hafði
slíka spádómsgáfu og gat látið storm og úthaf hlýða sér fyrir nafn
Krists." (II 42.)
Höfundurinn reynir hér aS gera hlut Kólumkilla sem
mestan, en annars er ekki mikill skröksagnablær á þessu;
ferðasagan gæti öll verið sönn og er helzt þessleg. Hér má
sjá, að það þótti helzt kvíðvænlegt að rekast til Orkneyja;
íbúarnir hafa þá sjálfsagt verið heiðnir og grimmir. Ekki
er annað líkara en sama máli hafi verið að gegna um íbúa
Hjaltlandseyja; eyðistaður sá, sem Kormakur er að leita
að, mun því vera lengra í burtu og óbyggður. Hér getur
verið að ræða um Færeyjar og ísland. Færeyjar hafa ver-
ið einsetumönnum kunnar á dögum Adamnans, og hafa
þeir setzt þar að um líkt leyti og hann andaðist. Ekki er
loku fyrir það skotið, að Kormakur þessi hafi ætlað sér
til íslands, á það gæti bent, að hann sigíir, sýnilega af
ráðnum hug, svo lengi til norðuráttar: fjórtán daga —•
íslendingar töldu ekki nema fimm dægra haf frá Reykja-
nesi til Jölduhlaups á Irlandi.
Minna verður ráðið af frásögn í sömu bók af ferð Bait-
ans nokkurs, en hún er á þessa leið:
„í annað skipti bað Baitan nokkur, af kynkvíslinni Ua Niath
Taloirc, hinn helga mann um blessun, því hann vildi leita sér ein-
setustaðar í sjónum ásamt með öðrum. Hinn helgi maður blessaði
hann og mælti um hann spámæli: „Þessi maður, sem leitar sér eyði-