Skírnir - 01.01.1945, Síða 184
182
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
staðar í úthafinu, mun ekki bera beinin í eyðistaðnum, en hann á eftir
að verða greftraður þar sem kona rekur ær yfir leiði hans.“ Baitan
þessi kom aftur til föðurlands síns; hafði hann þá hrakizt víða um
stormótt úthaf og ekki fundið eyðistaðinn; og dvaldist hann mörg
ár hjá einni kirkju, sem kölluð er á skozku (írsku) Lathreginden.
Nokkru síðar dó hann og var jarðaður í Roboreto Calgachi, og bar
þá svo við, að vegna ófriðar flýði til kirkju þess staðar hópur
manna með konum og börnum. Því bar svo við, að einn dag sást þar
kona nokkur, sem rak kindur sínar yfir leiði þess sama manns, ný-
lega greftraðs. Og einn af þeim, er sáu, var heilagur prestur, og
sagði hann þá: „Nú fyllist spádómur hins helga Columba, sem kunn-
ur var fyrir löngu.“ Þetta sagði mér þessi sami prestur frá Baitan,
og hét hann (presturinn) Mailodran, riddari guðs, af kynþættinum
Mocurin.“ (I 20.)
Hvað sem menn kunna að vilja ráða af þessum frásögn-
um um landaþekkingu þessara írsku munka norður í höf-
um, þá er hitt víst, að hvorki Kormakur né Baitan hafa
komið til íslands. En vissulega varð einhverjum félögum
þeirra á þeim öldum þess auðið, og er um það góð heimild.
Einhvern tíma kringum árið 825 ritaði írskur munkur,
Dicuilius að nafni, landfræðirit „De mensura orbis terrae“
(um mælingu jarðkringlunnar), og standa í því riti eftir-
farandi kaflar (í 7. kap.):
„Ekki geta bækur um neinar eyjar í sjónum norður og vestur af
Spáni. Umhverfis eyju vora, Híberníu (írland), eru eyjar, sumar
litlar og aðrar örsmáar. Hjá eyjunni Brittaníu (Bretlandi) eru þær
margar, sumar stórar, aðrar smáar, enn aðrar meðalstórar; nokkrar
þeirra eru í sjónum til suðurs, aðrar til vesturs, en mest er af þeim
i áttina til norðvesturs og norðurs. í sumum þeirra eyja hef ég dval-
izt, í öðrum stigið á land, sumar séð, um sumar lesið.“
Þá kemur þessu næst kafli um Thule, og hleyp ég yfir
hann þangað til síðar, en þar á eftir er sagt nánar frá
eyjunum norður af Bretlandi:
„Margar aðrar eyjar (en Thule) eru í úthafinu norður af Brit-
taníu, og er til þeirra tveggja sólarhringa sigling, ef rétt er stýrt
og byr hagstæður, seglfyllingur. Prestur nokkur sagði mér, að hann
komst til einnar þeirra um sumar á tveim dögum og einni nótt í
smábát með einum tveimur þóftum. Sumar þessara eyja eru örsmá-
ar, og milli nærri allra þeirra eru mjó sund. I þeim hafa einsetu-
menn, sem sigldu frá Skottíu vorri (írlandi), búið í svo sem hundrað