Skírnir - 01.01.1945, Síða 185
Skímir
Papar
183
ár. En eins og- þessar eyjar voru ávallt auðar frá upphafi heims, þá
eru þær nú vegna norrænna víkinga aftur óbyggðar af einsetu-
mönnum, en fullar af óteljandi grúa sauðfjár og fjöldamörgum
tegundum sjófugla. Aldrei hef ég séð þessara eyja getið í bókum
fræðimanna.“
Það er ógerningur að verjast þeirri hugsun, að þessar
eyjar, þar sem jafnmikið er af sauðfé, séu Færeyjar og
Norðmenn hafi þess vegna gefið þeim nafnið. Dicuilius
kveður skýrt á um það, að eyjarnar hafi verið óbyggðar,
áður en einsetumennirnir settust þar að.
Dicuilius tiltekur, að írsku munkarnir hafi verið ein-
setumenn; þeir sýnast hafa stokkið burt þegar í stað og
enga tilraun gert að boða víkingunum trú, enda líklegt,
að þeir hafi verið heldur ofsafengnir, meðan land var enn
ónumið. —
Frá Thule segir Dicuilius á þessa leið:
„Pliníus hinn yngri tjáir í fjórðu bók, að Pýþeas frá Masilíu segi,
að Thile sé sex daga siglingu norður frá Brittaníu.
Um sömu eyðiey segir Isídórus, þegar hann ræðir um hann í 14.
bók orðaskýringa sinna: Thile, hin fjarlæga úthafsey í norður og
vesturátt handan við Brittaníu, dregur nafn af sólu, því að þar
„gerir sól sumarsólhvörf“.
Priscíanus tekur enn skýrara til orða um hana í „Periegesis":
Hann líður á skipum yfir vítt úthafið,
kemur til Thile, sem ljómar á degi og nótt
af geislum Títans, þegar hann ekur vagni sínum að öxli
dýrahringsins og lýsir norðurheim kyndli sínum.
Um sömu ey skrifar Júlíus Sólínus enn ljósar og gjör en Priscí-
anus, þegar hann talar um Brittaníu í safni sínu: Thile hin fjar-
læga, þar sem engin nótt er um sumarsólhvörf, þegar sól fer um
krabbamerkið, og á sama hátt enginn dagur um vetrarsólhvörf.
Það er nú þrítugasta árið síðan klerkar nokkurir, sem dvöldust
á þessari eyju frá upphafi febrúarmánaðar til upphafs ágústmán-
aðar, sögðu mér, að ekki aðeins um sumarsólhvarfanóttina, heldur
og dagana á undan og eftir, settist sólin um kvöldið þannig, að hún
hyrfi bak við litla hæð, svo að ekkert rökkvaði þessa stuttu stund,
og mætti gera hvað sem maður vildi, svo sem tína lýs úr skyrtu
sinni, rétt eins og þegar sól sér, og ef þeir hefðu verið á fjöllum
uppi, hefði sólin ef til vill aldrei horfið þeim. Á miðri þessari stuttu
stund er miðnætti um miðbik jarðarinnar, og ég hygg á hinn bóg-