Skírnir - 01.01.1945, Side 186
184
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
inn, að um vetrarsólhvörf og fáa daga á undan og eftir þeim sjáist
sólbjarmi stutta stund. Þess vegna fara þeir með lygi og villu, sem
segja hafið umhverfis eyna sé ‘hlaupið saman’ (þ. e. frosið) og
stöðugan dag nóttlausan frá jafndægri á vori til jafndægris á
hausti, en á hinn bóginn frá jafndægri á hausti til jafndægris á
vori stöðuga nótt, því að þeir sigldu þangað á þeim tíma árs, þegar
kalt hlaut að vera, tóku land á eynni og dvöldust þar, og skiptust
á dagur og nótt fram yfir sólstöður; en þeir komust að þvi, að dags
siglingu norður af eynni var frosið haf.“
Ekki veit ég betur en allir séu á einu máli um, að hér sé
talað um Island. Ekki minnist Dicuilius á, að munkana
hafi hrakið, og þegar gætt er tímans og annars, virðist
mér allt benda á, að leiðin hafi verið kunn frá fornu fari.
Líklega hafa einsetumennirnir ekki verið norðanlands um
sólstöðurnar, annars hefðu þeir séð sólina á haffletinum.
Gaman er að gefa gaum að hinni heilbrigðu forvitni þeirra,
þeir veita öllum náttúrufyrirbrigðum nákvæma athygli.
Svo miklir landkönnuðir eru þeir í eðli, að þeir sigla norð-
ur fyrir landið, þangað til þeir hitta fyrir sér hafís.
VI.
Nú skal þessu næst minnast á frásagnir norrænna heim-
ilda af einsetumönnum þessum. Kemur þá fyrst til greina
íslendingabók Ara prests hins fróða. Þar segir (í 1. kap.)
frá komu Ingólfs til íslands, en síðan koma þessi orð:
„Þá váru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla
Papa. En þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi
vesa hér við heiðna menn, ok létu eptir bœkr írskar ok
bjöllur ok bagla. Af því mátti skilja, at þeir váru menn
írskir.“
ÍÉg mun síðar minnast á eitt og annað, sem ráða má af
þessum vitnisburði, en tilgreini fyrst aðrar frásagnir.
I formála Landnámabókar stendur kafli um Papana
fyrst af öllu, og er hann á þessa leið í Sturlubók:
„1 aldarfarsbók þeiri, er Beda prestr heilagr gerði, er
getit eylands þess, er Tile heitir ok á bókum er sagt at
liggi sex dœgra sigling í norðr frá Bretlandi. Þar sagði