Skírnir - 01.01.1945, Page 187
Skírr.ir
Papar
185'
hann eigi koma dag á vetr ok eigi nótt á sumar, þá er dagr
er sem lengstr. Til þess ætla vitrir menn þat haft, at Is-
land sé Tile kallat, at þat er víða á landinu, er sól skínn
um nætr, þá er dagr er sem lengstr, en þat er víða um
daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda
prestr andaðisk735árum eptir holdgan dróttins várs,at þvf
er ritat er, ok meir en hundraði ára fyrr en ísland byggð-
isk af Norðmönnum. En áðr Island byggðisk af Nóregi,
váru þar þeir menn, er Norðmenn kalla Papa; þeir váru
menn kristnir, ok hyggja menn, at þeir hafi verit vestan
um haf, því at fundusk eptir þeim bœkr írskar, bjöllur ok
baglar ok enn fleiri hlutir, þeir er þat mátti skilja, at þeir
váru Vestmenn. Enn er ok þess getit á bókum enskum, at
í þann tíma var farit milli landanna.“
Eins og sjá má, er frásögnin úr Islendingabók endur-
tekin hér lítið breytt; en hér bætt við tilvitnun til Beda
prests um Thule og þess getið til, að þar sé átt við ísland;
ennfremur er að lokum vitnað til „enskra bóka“, sem geti'
um samgöngur milli landanna. Nú getur Beda prestur á
nokkrum stöðum um Thule, eru það mestmegnis tilvitn-
anir í grísk-rómverska höfunda. Með orðinu „aldarfars-
bók“ gæti verið átt við annaðhvort ritið „de temporibus“:
eða „de temporum ratione“; á báðum stöðum er Thule
nefnt.1) En í skýringarriti einu eftir hann um Konunga-
bækurnar er staður, sem geymir sömu fræðslu og höfð er
eftir „enskum bókum“ í Landnámu; þar er talað um þá
jarteikn, ef sól væri á lofti allan sólarhringinn, „en það
sjá líka þeir, sem lifa í Thule, sem er utan við Britanníu,
eða í fjarlægustu héröðum Skýþíu, nokkra daga á hverju
sumri“. Síðan er þessu lýst nánar, og loks koma þessi'
merkilegu orð: „eins og bæði fornar sögur (eflaust sagna-
rit) og menn á vorum dögum, sem koma frá þessum lönd-
um, vitna nógsamlega um“.2) Sjálfsagt má deila um skiln-
ing þessara orða, en á því sýnist mér enginn efi, hver-
1) Sjá Mig-ne: Patrologia latina, vol. XC, 283. og 434. dálki.
2) Migne: Patrologia latina XCI, 732.