Skírnir - 01.01.1945, Page 189
Skíruir
Papar
187
skilningurinn er eðlilegastur: það er skilningur Land-
námu.
Þessi sami kafli er nærri óbreyttur í Hauksbók, en þar
er getið, hvar gripir Papanna fundust: „þat fannsk í Pap-
ey austr ok í Pap[p]ýli“. Á einum stað öðrum getur Hauks-
bók um Pappýli, en bæði ritin geta þess, að Papar hafi
búið í Kirkjubæ; verður nánar vikið að því síðar.
Auk þessara íslenzku heimilda geta tvær norskar heim-
ildir um Papa. Annað er Noregssaga munksins Theodricus-
ar, rituð á latínu seint á 12. öld, og er frásögnin nauða-
lik orðum Ara. Þar segir svo (3. kap.): „Og þá fyrst var
tekið að byggja það land, sem vér köllum Island, nema
hvað ætlað er, að fáeinir menn frá eynni Híberníu (Ir-
landi), það er Bretlandi hinu minna, hafi verið þar áður,
og ráða menn það af ýmsum gögnum, nfl. bókum þeirra
og nokkrum áhöldum, sem fundust.“
Þá er loks norskt sögurit frá 12. eða 13. öld, kallað
Historia Norvegiæ, ritað á latínu. Það segir frá Pöpum
í Orkneyjum í kafla um lýsingu eyjanna: „Fyrst bjuggu
á þessum eyjum Péttar (Peti) og Papar.“ Þá segir frá
Péttum, og er sumt af því skrök, en getið er um jarðhús
þeirra, og að Orkneyjar hafi þá verið kallaðar Péttaland
eftir þeim — þetta er þó rangt, Péttaland (Pictavia) var
samheiti á löndum þeim öllum, sem Péttar bjuggu í, og
eyjarnar hétu framan úr forneskju Orcades, Insi Orc,
Orkneyjar. Þá er þess getið, að Péttlandshaf (eða fjörð-
ur) sé kennt við þessa þjóð. „Papar hlutu nafn af hvítum
klæðum, sem þeir klæddust eins og klerkar; því eru allir
klerkar kallaðir „papar“ á þjóðversku. Ey ein, Papey, er
kennd við þá. En eins og ráða mátti af klæðnaði þeirra
og letri bóka þeirra, sem þeir skildu þar eftir, voru þeir
frá Afríku, gyðingatrúar.“ Síðan segir frá komu nor-
rænna víkinga í eyjarnar.
Frásögn þessa rits af trú og uppruna Papa kemur í
bága við allar aðrar heimildir, bæði íslenzkar og erlendar,
og er eflaust röng, eins og svo margt í lýsingunni. Hitt er
eflaust rétt, að þegar Norðmenn komu til eyjanna um