Skírnir - 01.01.1945, Síða 190
188
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
800 eða litlu fyrr, hittu þeir þar tvo flokka manna, Pap-
ana, einsetumenn og- klerka, sem flestir munu hafa verið
írskir, og leikmennina, sem voru péttneskir og líklega
sumir fyrir skemmstu kristnaðir.
VII.
Orðið Papi mun komið af írska orðinu pob(b)a, pab(b)a,
sem haft var um einsetumenn eða munka1); úr latínu
(papa) er írska orðið komið, alveg eins og þýzka orðið
pfaffe (lágþ. pape). Norðmenn hafa numið þetta orð,
þegar þeir komu vestur um haf og sáu þessa kynlegu
menn, og síðan hefur það orðið að föstu heiti. Tvo hluti
hafa þeir séð, sem þessir menn höfðu miklar mætur á,
kross og bagal, þeir hafa einhvern veginn komizt að því,
hvað klerkarnir nefndu þá, og tekið þau orð upp: þau eru
bæði komin úr írsku. Þess hefur verið getið til, að ‘Bagla-
hólmur’ skammt frá Suðurey í Færeyjum dragi nafn af
því, að þar hafi þessir bagalberar verið.2) Vera má og, að
einhverjir þeir staðir, sem við kross eru kenndir, dragi
nafn af krossum Papa. Kirkjur sínar kölluðu Paparnir,
eins og aðrir írar, cttl (frb. með k), og má vera, að þegar
það orð kemur fyrir í örnefnum á Hjaltlandi, bendi það
stundum til kirkna Papa, en þó má það og annað því líkt
(nöfn keltneskra dýrlinga, orðið termon, sem haft var um
landið kringum kirkjuna, o. fl.) vera frá eitthvað yngri
tíma en hér ræðir um.
Mesta vitneskju um staði Papanna gefa þau örnefni,
sem geyma þann nafnlið. Má eftir þeim rekja slóð þeirra
allt sunnan frá eynni Mön út til íslands. Þau papanöfn,
sem ég veit um, eru þessi3):
Á Mön: ‘Glen Faba’, talið dregið af norrænu Papaúrdalr.
í Orkneyjum eru Papeyjar tvær (nú kallaðar Papa Stronsay og
1) Norsk tidsskr. f. sprogvidensk. V 276 o. s. frv.
2) J. Jakobsen, Danske Studier 1919, 148.
3) Aðalheimildir útlendar J. Jakobsen, AarbfSger 1901, 217—18;
Marstrander, Norsk tidsskr. f. sprogvidensk. VI 43 o. áfr.