Skírnir - 01.01.1945, Side 191
Skímir
Papar
189
Papa Westray), og eru báðar nefndar í Orkneyingasögu, og önnur
auk þess í eyjatali Björns á Skarðsá. (DI III 50.) Papýli (skr. Pa-
puli) er nefnt 1 Orkneyingasögu og er á Hrossey (Mainland), annað
er á Rögnvaldsey (Storm: Monum. hist. Norv. 89 nm.).
Á Hjaltlandi er fjöldi örnefna, sem kennd eru við Papa. Þar eru
þrjár Papeyjar og þrjú Papýli, auk þess ‘Papilwater’, ‘Papilsgjo’,
‘Papaskerri’, ‘Papegjo’. Þess má geta, að enn fleiri nöfn eru til með
‘poba’, ‘pobi’ eða ‘pobis’ að fyrra eða síðara lið, og er ekki ólíklegt,
að sum þeirra kunni að vera ung, því að orðið er enn til (pobi) í
breyttum merkingum.
í Færeyjum er ‘Papurshálsur’, og hefur fyrri liður þess verið
talinn afbökun af Papýli. (Nord. Kultur V 53.) í Noregi er eyin
‘Papper’, í riti frá 1400 kölluð Pap0y. Deilt hefur verið um uppruna
nafnsins hér. (Norske gaardnavne I 265—6.)
Á íslandi þekki ég eftirfarandi örnefni kennd við Papa.
Papey, Suðurmúlasýslu. Nefnd í Landnámu og talin bústaður
þeirra. í skjali frá 1526 er hún kölluð ‘sjálf höfuðeyin Papey’.
Papafjörður mun fyrst nefndur í fjarðatalinu forna, og milli
„Lónafjarðar“ og Horns, og er því enginn efi á, að átt er við syðra
hluta hins mikla lóns, er liggur fyrir endilangri Lónssveit. Mynni
þessa „fjarðar“ er Papafjarðarós, sem oft er nefndur í landamerkja-
bréfum Stafafells, svo og Þórólfsdals í Lóni, á 14. og 15. öld. (DI
II 769; IV 201; V 511; VIII 61.) Síðar töluðu menn um Papaós, og
svo hét verzlunarstaðurinn, sem þar var seint á síðastliðinni öld.
„Papafjörður" er enn nefndur bærinn Fjörður (syðri) í bréfi frá
1480. (DI VI 289—90.) í Þorláksjarteikn einni frá því um 1200 er
nefndur „Papisfjörðr“, og getur það verið hvort sem vill, bærinn
eða héraðið í kring um fjörðinn. (Bisk. I 364.) Loks má geta þess,
að sagt er, að „Papatættur" séu suður frá rústum kaupstaðarins
Papóss, í klifunum niður við sjó eða sunnan þeirra.
Papýli eða Pappýli er talið s. s. Papbýli. Eins og fyrr var getið
nefnir formáli Hauksbókar af Landnámu það og Papey staði, þar
sem gripir fundust eftir Papana, en í rauninni er mjög óvíst, hvar
það hafi verið. Á öðrum stað er þess getið í Hauksbók og þá á þessa
leið: „Úlfr inn vorski keypti land at Hrollaugi suðr frá Heina-
bergsám til Heggsgerðismúla ok bjó á Skálafelli fyrstr manna. Frá
honum eru Vorsar komnir. Síðan færði Úlfr bú sitt í Pappýli ok
bjó á Breiðabólstað, ok er þar haugr hans ok svá Þorgeirshaugr.
Þorgeirr var son Vorsa-Úlfs, er bjó at Hofi í Pappýli.“ Nú er Breiða-
bólstaður á Síðu, skammt frá Kirkjubæ, og mætti því láta sér koma
til hugar, eins og Kálund gerir, að Pappýli táknaði landsvæðið um-
hverfis Kirkjubæ. Annar Breiðabólstaður er í Suðursveit (Fells-
hverfi), og hafa menn stutt þá skoðun, að við þann bæ væri átt,
með því að benda á, að Staðarfjall, sem er eign Breiðabólstaðar,