Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 192
190
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
hafi áður verið nefnt „Papýli(s)fjall“. Þó hefði Vorsa-Úlfur varla
fengið að setjast á landnámsjörð Hrollaugs, nema því aðeins, að
synir hans hefðu verið búnir að finna sér enn betri staðfestu, t. d.
Kálfafell og Borgarhöfn, og víst er, að á Kálfafelli hefur snemma
orðið aðalkirkja byggðarinnar. — En þá er Hof í Pappýli. Hof er
nú hvergi í Skaftafellssýslu nema í Öræfum, og engar eyðibýlaskrár
nefna slíkt eyðibýli. Ef ætlað væri, að Hof væri Hof í Öræfum, yrði
að hugsa sér, að Pappýli væri nafn á stóru landssvæði, sem náð
hefði yfir Síðu—Fljótshverfi—Öræfi eða Öræfi—Fellshverfi (vest-
urhlutann a. m. k.). Þó að þetta sé hugsanlegt, hygg ég það sé ekki
í samræmi við notkun orðsins erlendis; þar mun það tákna einstak-
an bólstað eða bólstaðahverfi. Tilgátu hygg ég það vera, að Hof
hafi verið bær upp undir Staðarfjalli (Papýlisfjalli) (sjá Safn t. s.
ísl. II 451, K&lund II 276—77, Blanda II 253—54), en heldur ólík-
legt er, að nafnið hefði ekki varðveitzt, jafnvel þó að bærinn hefði
farið mjög snemma af, sbr. Hofstaði í Álftaveri, en það væri unnið
við þessa skýringu, að þá þyrfti ekki að gera ráð fyrir, að orðið
Pappýli væri haft nema um lítið landsvæði og þýddi: papahverfið,
sem væri aðgengilegt. 0g ekki er vert að virða nafnið „Papýlisfjall“
að vettugi. — Þess má geta, að „Klukkugil" er vestanvert við Staðar-
fjall, og er um það sú sögn, að þar hafi Papar steypt niður klukk-
um sínum, er þeir flýðu undan norrænum mönnum.
Papi, hylur í neðanverðri Laxá í Laxárdal, Breiðafjarðardölum.
Þessi hylur er nefndur í máldögum Hjarðarholtskirkju frá 14. öld,
þar segir, að kirkjan „á hálfa veiði í Laxá millum Krókslækjar og
Strengs fyrir ofan Papa“. (DI III 101, IV 161, VI 27, X 65 — þar
er skr. pap —, en hdr. er ungt, og nafninu þar sjálfsagt ruglað
saman við orðið pápi. Ekki er annað að sjá en nafnið sé á öllum
öðrum stöðum skrifað með a.) Ef til vill er nafnið stytting á
„Papahylur".
Papafell, suðvestur af Bakkaseli í Strandasýslu. Fram hjá því
rennur Prestbakkaá, sem fellur í Hrútafjörð.
Loks má enn nefna hér Kirkjubæ á Síðu. Landnáma
segir, að þar nam Ketill fíflski land, sonur Jórunnar man-
vitsbrekku. „Ketill bjó í Kirkjubæ; þar höfðu áðr setit
Papar, ok eigi máttu þar heiðnir menn búa.“ Litlu síðar
segir frá Hildi Eysteinssyni, sem ekki trúði, að þar mætti
eigi heiðinn maður búa, og vildi færa þangað byggð sína
eftir Ketil látinn, en varð bráðdauður hjá túngarði. Sjálf-
sagt hafa þeir frændur haldið kristni, þangað til land
varð kristið, og kirkjan, sem vakti eftirtekt og undrun
heiðingjanna, svo að bærinn fékk nafn af henni, ekki fall-