Skírnir - 01.01.1945, Side 193
Skímir
Papar
191
ið niður. Vel mætti hugsa sér, fyrst slík helgi var á staðn-
um, að Paparnir hefðu gert sér þar smákirkju.
Þess má enn geta, að ýmsir staðir hér á landi eru
kenndir við íra, en ógerningur er að vita við hvers konar
írska menn þar er átt. Og svo sérkennilegir virðast Pap-
arnir hafa þótt, að ekki hefur staður þótt réttilega kennd-
ur við þá nema sjálft heiti þeirra kæmi þar fram.
VIII.
Joyce lýsir klæðnaði og útliti hinna írsku föruklerka á
þessa leið í riti sínu um írland í fornöld: „Þeir voru í
grófum vaðmálsyfirhöfnum með sauðarlit, en undir í hvít-
um kyrtlum úr fínna efni. Hárið var rakað af framan-
verðu höfðinu, en að aftan féll það niður á bak. Augna-
lokin voru lituð dökk. Hver þeirra hafði sterka cambútta
eða göngustaf; vatnsflösku báru þeir um öxl, en í lítilli
tösku báru þeir aðaldýrgrip sinn: eina eða tvær bækur og
einhverja helga dóma."1) Það, sem hér er sagt um lit
kyrtilsins, kemur heim við frásögnina í Historia Nor-
vegiæ. Um hárskurðinn er þess að geta, að hann mun
hafa breytzt laust eftir 700; þó kunna einstöku munkar,
ekki sízt einsetumenn og meinlætamenn, að hafa fylgt
hinum forna sið töluvert lengur.
Telja má víst, að Papar hafi að jafnaði verið einsetu-
menn, sumir líklegast af þeim flokki, sem kallaðir voru
guðsmenn (írsku céle-dé, ensku cvXdees), en það munu
hafa verið mjög strangir einsetumenn. Eins og líklegt má
þykja, bjuggu þeir oft einir sér á auðum stöðum. Kofa
sína gerðu þeir sjálfir; voru þeir oft kringlóttir, hlaðnir
úr óhöggnu grjóti, dregnir saman, þegar ofar dró, eins og
fjárborgir hafa stundum verið hér á landi. Þessir kofar
voru nefndir clochan. Ekki er fyrir að synja, að einsetu-
mennirnir hafi stundum gert sér timburkofa (úr timbri
voru fyrstu kirkjurnar á írlandi), eða þá búið í jarðhús-
1) Joyce: A social history of Ancient Ireland I 343.