Skírnir - 01.01.1945, Page 194
192 Einar Ól. Sveinsson Skírnir
nm og hellum — en líklegt þætti mér, að það væri oftar
nefnt, ef mikið hefði kveðið að því.
Oft munu einsetumenn hafa slegizt í flokka, og þar sem
þeir settust að, myndaðist eins konar klaustur. Líklegt
þykir mér, að nafnið Pappýli (Papbýli) eigi í öndverðu
fyrst og fremst við þetta. Miðdepill þessa samfélags var
cill, kirkjan, en hitt fór eftir atvikum, hvort önnur sam-
eignarhús hafa verið þar hjá, svo sem borðskáli o. fl. —
slíkt tíðkaðist í vanalegum klaustrum, en því ríkari sem
einsetan var, því minni líkur eru til, að þeir ættu annan
samkomustað en kirkjuna. Umhverfis hana voru svo kof-
ar einsetumannanna, og hefur líklegast verið einn í hverj-
um. í Orkneyjum hafa fundizt leifar slíkra ‘pappýla’; á
Deernes og Corn Holm eru rústir af kirkjum með kofum,
brunni, og garði umhverfis allt saman.1)
Klaustur írlands urðu vegleg, er tímar liðu, þar var
mikið við að vera, t. d. skólahald mikið og bókmenntastörf.
Einsetumennirnir hafa sótzt eftir einfaldara lífi, og í hý-
býlum þeirra hefur verið fátæklegt. Þó voru til nokkrir
dýrgripir, sem þeir sóttust eftir. Þar er fyrst að nefna
helga dóma, í öðru lagi bækur, en þar var fyrst og fremst
að ræða um guðsorðabækur, t. d. guðspjöllin, sálmabækur,
messubækur o. s. frv. — mestallt á latínu. Ritað var á
skinn, sem hafði verið vandlega verkað, svo að það var
hvítt og mjúkt; skriftin var oft snilldarlega falleg, með
skrautlegum og marglitum upphafsstöfum; Irar voru þá
hinir mestu meistarar í skrautlist. Ekki höfðu Irar mæt-
ur á bókum aðeins vegna uppbyggingar eða fróðleiks,
heldur trúðu þeir, að í þeim byggi mikil kynngi, einkum
í guðspjöllunum, og má til samanburðar við það minna á
það, sem þjóðsögurnar segja frá saltaranum. — Þeim
munkum, sem prestsvígslu höfðu tekið, mundi vitanlega
þykja mikið í það varið, að hafa veglega gripi þá, sem til
altarisþjónustu heyrðu, svo sem kaleika, altarishellur og
krossa -— auk þess var algengt að takmarka land það, sem
1) Sjá Brög-ger: Den no. bosetningen, bls. 137 o. áfr.