Skírnir - 01.01.1945, Side 199
Skírilir
Papar
197
ur. Einna mestur andhiti þótti í bæn, sem eignuð var Pat-
reki helga; var hún víðfræg og átrúnaður mikill á henni,
enda er hún gædd kynlegri, frumstæðri kynngi.
Önnur kvæði eru til, sem lýsa hug og hag sjálfra ein-
setumannanna. Öll munu þau vera frá dögum Papanna,
frá 9. öld eða fyrra hlut þeirrar 10.
Hér lýsir skáldið þrá sinni eftir einsetunni:
Ég þrái, sonur lifanda guðs! eilífi forni konungur, leyndan kofa
í auðninni að bústað handa mér.
Þar á að vera hjá blátær, grunn lind, hreinn lækur að þvo hurt
syndirnar fyrir náð heilags anda.
Til að skýla og leyna kofanum skal umhverfis hann vera skógur,
sem elur fjölróma fugla ...
Fáeinir vitrir lærisveinar, lítillátir og hlýðnir, að biðja til kon-
ungsins; ég skal segja tölu þeirra . . .
Tólf skulu þeir vera auk mín, biðjandi langar stundir til hans,
sem stýrir sólinni.
Falleg kirkja, líni klædd, bústaður handa guði á himnum; hjört
kerti yfir hinum hvítu helgu ritum ...
Þetta skyldi vera búskapur minn: ilmandi ferskur laukur, hæns,
lax, silungur, býflugur . . .
Aðrir lýsa með gleði unaði einsetustaðarins, grænum
skógi, sem breiðir lim yfir kofann, svartþröstum og gauk-
um og lævirkjum, sem syngja og svífa yfir einsetumann-
inum, þar sem hann situr með bók sína. Næmir hafa þessir
menn verið á fegurð náttúrunnar, enda gætir slíkra til-
finninga meira í kveðskap íra á þessum tíma en nokkurr-
ar annarar Evrópuþjóðar. Einhver landi Papanna kveður
þennan vorsöng:
Vordagur, bjarta árstíð, þegar allt verður fagurlitt; svartþrestir
hefja hvellan söng í fyrsta morgunsári; gaukurinn gelur hástöfum:
Velkomið, góða sumar . . .
Annar lýsir vetrinum:
Vetur er kominn með þröngum kosti; ár flæða yfir land; lauf
molna í frosti; áldan þylur glöð.
Þetta er um norðurhafið:
Lítið til landnorðurs, til úthafsins, heimkynna dýranna, bústaðar
selanna; breytilegt og glæsilegt er það um flæði.