Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 200
198
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
Þetta um húðkeip, sem ferst á sæ:
Stórar, hvítar öldur sævarins og sandurinn hafa hulið þá; þær
hafa steypzt yfir Conaing í litla, ótrausta húðkeipnum hans.
Hafgyðjan hefur varpað hvítu hári inn í húðkeipinn yfir Conaing;
hún hefur í dag brosað illu brosi á tréð í Tara.
Loks er hér eitt einsetumannskvæði, stranglegt og með
djúpri einverukennd:
Einn í Iitla kofanum minum, einn og án nokkurs félaga; kær
hefur hún verið mér, pílagrímsgangan til dauðans.
Fjarlægur, leyndur kofi, svo að ég hljóti fyrirgefning synda;
samvizka hrein og flekklaus frammi fyrir helgum himni.
Helgun líkamans með góðum venjum, undirokun hans; veik, tár-
vot augu, svo að mér séu fyrirgefnar fýsnir mínar.
Þurð fýsna minna, höfnun heimsins, hreinar, lifandi hugsanir —
um þetta bið ég til guðs.
Áköf kvein berast móti skýjuðum himni; einlæg og innileg játn-
ing; hjartnæmar táraskúrir.
Köld hræðslusæng, eins og dæmdur maður liggi þar, stuttur og
órór svefn, andvörp títt og árla.
Því næst talar skáldið um sinn deilda verð með vatni
úr fagurlitri hlíðinni, beiskan og svo lítinn, að hann held-
ur aðeins lífi; honum finnst það fyrirheit að vera kinn-
fiskasoginn og hrukkóttur. Kvæðinu lýkur þannig:
Að ganga vegu guðspjallsins, syngja sálma öllum stundum; ekk-
ert samtal eða langar sögur; stöðugt beygð kné.
Skapari minn er löngum hjá mér, drottinn minn, konungur minn;
andi minn leitar til hans í eilífu ríki hans.
Lastafullt líf í veglegum sölum er á enda; vingjarnlegur, lítill
kofi meðal legsteina og ég þar einn.
Alveg einn í litla kofanum mínum, alveg einn: einn kom ég í
þennan heim, einn skal ég fara burt úr honum . . .
X.
Það verður ekki sagt, að gögn þau, sem vitnað er til
hér að framan, gefi glöggva hugmynd um vist Papa á Is-
landi né viðskipti þeirra við norræna menn. Ef til vill er
1) Þessi kvæði eru tekin eftir bók K. Jacksons: Studies in Early
Celtic nature poetry, Cambridge 1935.