Skírnir - 01.01.1945, Page 201
Skímir
Papar
199
ástæða til að ætla, að þeir hafi haft vitneskju um landið
og farið að ferðast þangað eitthvað fyr en almennt hefur
verið talið. Um sjálfa vist þeirra hér mætti vera, að forn-
leifar gæfu einhvern tíma vitneskju, en á meðan það er
ekki, verður að tjalda því sem til er, rituðum heimildum.
Dicuilius getur um missirisvist þeirra klerka, sem hann
talaði við, og er ekki ólíklegt, að seta þeirra hér hafi löng-
um verið nokkuð stopul. Og sjálfsagt hafa einsetumenn
þeir, sem fóru einir
sér, verið gefnir fyrir
að fara úr einum stað
í annan. En þeir, sem
voru í flokkum, hafa
frekar setzt um kyrrt.
Nafnið „Pappýli" hygg
ég benda á hverfi eða
‘klaustur’, byggð hóps
manna á sama stað.
Þar og í Papey er get-
ið um, að fundizt hafi
bjöllur og baglar.Bjöll-
ur gátu einsetumenn
haft til að reka burtu
illa anda, en meira var
þó við þær að gera,
þar sem margir munk-
ar dvöldu saman, sem þurfti að kalla saman til tíða. Og
um bagla er það að segja, að annarstaðar í kristninni voru
þeir ekki bornir nema af fyrirklerkum, svo sem biskupum
og ábótum. Víkingarnir voru engir skynskiptingar, og er
líklegt, að þeir hafi þekkt bagla frá pílagrímsstöfum. Þess
vegna virðist mér eðlilegast að ætla, að á þessum stöðum
hafi verið einsetumanna samkundur með ábótum yfir sér.
í Kirkjubæ er getið, að Papar sátu, þá líklega nokkrir
saman.
örnefni benda til Papa á Suðausturlandi og inn af
Breiðafirði, og virðist mér ekkert því til fyrirstöðu, að
Forn, írsk járnklukka.
(Áletrunin: Oroit archummascach mac
Ailello; þ. e. biðjið fyrir Cummascach
Ailellssyni.)