Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 203
Skírnir
Papar
201
nafnið Pappýli helzt benda, annars hefði sá staður frekar
verið nefndur Papatóftir, Papavistir e. þ. h. Þess er vert
að minnast, að landið var upp undir tvo mannsaldra að
byggjast, og á þeim tíma gátu Papar vel verið um stund
á sumum stöðum án þess að til árekstra kæmi.
Landnáma getur nokkurra kristinna landnámsmanna,.
er trú höfðu tekið í Vesturlöndum, en flestum þeirra virð-
ist hafa lynt nokkurn veginn við granna sína heiðna, enda
líklegt, að þeir hafi allir kunnað norræna tungu. Frá ein-
Um er þó sagt, sem ekki vildi hafa samblendni við heiðna
menn, og virðist hann hafa átt sammerkt við Papa í mörgu.
Það var Ásólfur kristni. Sturlubók segir frá honum á
þessa leið:
„Ásólfr hét maðr; hann var frændi Jörundar í Görðum; hann
kom út austr í Osum. Hann var kristinn vel ok vildi ekki eiga við
heiðna menn, ok eigi vildi hann þiggja mat at þeim. Hann gerði sér
skála undir Eyjafjöllum, þar sem nú heitir at Ásólfsskála inum
austasta. Hann fann ekki menn. Þá var um forvitnazk, hvat hann
hafði til fæzlu, ok sá menn í skálanum á fiska marga. En er menn
gengu til lækjar þess, er fell hjá skálanum, var hann fullr af fisk-
um, svá at slík undr þóttusk menn eigi sét hafa. En er heraðsmenn
urðu þessa varir, ráku þeir hann á hrutt ok vildu eigi, at hann nyti
gæða þessa. Þá færði Ásólfr byggð sína til Miðskála ök var þar. Þá
hvarf á brutt veiði öll ór læknum, er. menn skyldu til taka. Eri er
komit var til Ásólfs, þá var vatnfall þat fullt at fiskum, er fell hjá.
skála hans. Var hann þá enn brutt rekiftn; fór hann þá til ins vest-
asta Ásólfsskálá ok fór enn allt á sömu leið. En er hann fór þaðan
á brutt, fór hann á fund Jörundar frænda síris, ok bauð hann Ásólfi
at vera með sér, en hann lézk ekki vilja vera hjá öðrum mönnum.
Þá lét Jörundr gera honum hús at Hólmi inum iðra ok færði honum
þangat fæzlu. Ok var hann þar, meðan hann lifði, ok þar var hann
grafinn. Stendr þar nú kirkja, sem leiði hans er, ok er hann inn
helgasti maðr kallaðr.“
Þess má geta, að Hauksbók segir öðruvísi frá um sumt,.
t. d. er þar tekið fram, að írskir menn hafi verið með Ás-
ólfi, og hafi þeir verið tólf saman. Settu þeir tjald við
garð Þorgeirs hins hörzka í Holti, en þar önduðust þrír
félagar hans.